Garnið er svo spennandi að ég get varla lagt þetta frá mér. Ég ætla að kaupa aðra dokku í rauðu þegar hún kemur í Nálina eftir áramótin.
27.12.08
Kauni
Garnið er svo spennandi að ég get varla lagt þetta frá mér. Ég ætla að kaupa aðra dokku í rauðu þegar hún kemur í Nálina eftir áramótin.
Heklað jólaskraut
2.12.08
Verðlaunahafinn Guðrún María
28.11.08
24.11.08
Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Já hún er búin að fá nafn elsku litla stelpan okkar. Hún var skírð í Dómkirkjunni í gær, 23. nóvember. Lilja Katrín Gunnarsdóttir. Guðrún María hélt á henni og Jóhann Árni sagði nafnið.
Ég set inn myndir fljótlega.
Ég set inn myndir fljótlega.
19.11.08
Væl
Já hér er grenjað öll kvöld og foreldrarnir orðnir svolítið þreyttir, gamla settið!. Ég er á því að daman sé orðin frekjudós aðeins 6 vikna gömul, en lausn er ekki í sjónmáli eins og er. Því er lítið um prjónaskap þessa dagana eða eitthvað annað skapandi. Ég er reyndar með eina vettlinga á prjónunum og gríp í þá þegar ég get, en ég held að ég hafi sjaldan verið svona lengi með eitt par af vettlingum áður. Ég skal reyna að setja inn mynd við tækifæri.
Ef einhver lumar á góðu ráði um hvernig hægt er að láta 6 vikna gamalt barn sofna á skikkanlegum tíma (ekki 1,2, eða 3 um nóttina eins og hún gerir) og í sínu eigin rúmi án þess að foreldrarnir þurfi að ganga um gólf í 3 tíma á hverju kvöldi, þá eru öll ráð vel þegin.
Annars á að skíra hana á sunnudaginn, og kannski er það bara það sem vantar: nafn. Hún vill fá nafn sem fyrst!!
Ef einhver lumar á góðu ráði um hvernig hægt er að láta 6 vikna gamalt barn sofna á skikkanlegum tíma (ekki 1,2, eða 3 um nóttina eins og hún gerir) og í sínu eigin rúmi án þess að foreldrarnir þurfi að ganga um gólf í 3 tíma á hverju kvöldi, þá eru öll ráð vel þegin.
Annars á að skíra hana á sunnudaginn, og kannski er það bara það sem vantar: nafn. Hún vill fá nafn sem fyrst!!
5.11.08
Guðrún María

28.10.08
alltaf sofandi
12.10.08
Þá er hún komin




7.10.08
Vettlingar á mig
vika 42
Kæra Barn
Nú er nóg komið. Hversu lengi á ég að bíða eftir þér. Systkini þín koma heim með vonleysissvip á hverjum degi úr skólanum þegar þau sjá kúluna á mér. Þau segja líka "gangi þér vel ef þú ferð á spítalann í dag" á hverjum morgni þegar þau fara út úr dyrunum. Hver dagur fyrir þeim er miklu lengri að líða en fyrir mig og er ég nú samt eignlega búin að fá nóg af biðinni.
Ég er búin að prjóna allt sem mér dettur í hug. Ég er búin að lesa nokkrar bækur, (sem ég geri aldrei, er að minnsta kosti ca 1/2 ár með eina bók venjulega). Er búin að þvo allan þvott sem er í óhreinatauinu, ( sem gerist mjög sjaldan að það sé tómt). Nýbúin að ryksuga og þurrka af, (kannski ég geri það aftur á eftir!!).
Já við bíðum öll spennt eftir að sjá þig. Pabbi þinn vinnur heima alla daga núna.
Farðu nú að koma, ég bíð eftir verkjum!
Nú er nóg komið. Hversu lengi á ég að bíða eftir þér. Systkini þín koma heim með vonleysissvip á hverjum degi úr skólanum þegar þau sjá kúluna á mér. Þau segja líka "gangi þér vel ef þú ferð á spítalann í dag" á hverjum morgni þegar þau fara út úr dyrunum. Hver dagur fyrir þeim er miklu lengri að líða en fyrir mig og er ég nú samt eignlega búin að fá nóg af biðinni.
Ég er búin að prjóna allt sem mér dettur í hug. Ég er búin að lesa nokkrar bækur, (sem ég geri aldrei, er að minnsta kosti ca 1/2 ár með eina bók venjulega). Er búin að þvo allan þvott sem er í óhreinatauinu, ( sem gerist mjög sjaldan að það sé tómt). Nýbúin að ryksuga og þurrka af, (kannski ég geri það aftur á eftir!!).
Já við bíðum öll spennt eftir að sjá þig. Pabbi þinn vinnur heima alla daga núna.
Farðu nú að koma, ég bíð eftir verkjum!
2.10.08
Nýjasta peysan

26.9.08
Til sýnis
Í glugganum á Nálinni á Laugaveginum er nú til sýnis silkihúfan, vettlingarnir, trefillinn og sokkarnir sem ég prjónaði ef einhver hefur áhuga á að skoða. Mér láðist að taka myndir af þessu áður en þetta fór til Helgu. En það er alltaf gaman að gera sér ferð á Laugaveginn og kíkja þá á gluggann í leiðinni.
Er heima að bíða, 4 dagar eftir!!
Er heima að bíða, 4 dagar eftir!!
17.9.08
í fríi heima
Já nú er ég komin í frí og bíð eftir að daman komi. Ég hef það bara mjög notalegt, er núna að hlusta á tónlist og prjóna litla barnasokka úr silkigarni. Ég sef á morgnanna eftir að krakkarnir eru farnir í skólann. Ég er líka að lesa bók sem er mjög spennandi og heitir Steinsmiðurinn eftir Camillu Läckberg. Krakkarnir koma svo um tvö leytið heim þannig að dagurinn er ekki lengi að líða hjá mér.
Annars bíð ég spennt eftir að heyra niðurstöðurnar úr kosningunni hjá ljósmæðrum á föstudaginn. Ég vona svo innilega að þær fari nú ekki að samþykkja eitthvað mikið minna en þær börðust fyrir bara til að koma í veg fyrir neyðarástand. Þetta segi ég sem er sett daginn eftir að alsherjarverkfallið átti að skella á. Þær mega bara ekki gefast upp í baráttunni fyrir jöfnum launum kynjanna. Ég lít svo á að þær séu að berjast fyrir mig líka sem tilheyri kvennastétt. Og hana nú, áfram ljósmæður.
Annars bíð ég spennt eftir að heyra niðurstöðurnar úr kosningunni hjá ljósmæðrum á föstudaginn. Ég vona svo innilega að þær fari nú ekki að samþykkja eitthvað mikið minna en þær börðust fyrir bara til að koma í veg fyrir neyðarástand. Þetta segi ég sem er sett daginn eftir að alsherjarverkfallið átti að skella á. Þær mega bara ekki gefast upp í baráttunni fyrir jöfnum launum kynjanna. Ég lít svo á að þær séu að berjast fyrir mig líka sem tilheyri kvennastétt. Og hana nú, áfram ljósmæður.
12.9.08
myndir

Þetta er Hello Kitty myndin sem GM og ég saumuðum á bol sem hún á. Mér fannst hún heldur lengi að klára hana svo ég tók hana og gerði hjartað. En við erum mjög sáttar við útkomuna.
Þetta er gallinn sem ég saumaði úr bókinni sem ég keypti í Danmörku. Hann er í stærð 68 og mjög hlýr held ég, kannski of hlýr!
10.9.08
Vendingin
Já ég átti að fara í vendingu í dag en þá kom í ljós að litla snúllan var búin að snúa sér sjálf með hausinn niður. Hún er greinilega að undirbúa sig að koma í heiminn. Hún er samt ekki enn búin að skorða sig þannig að ég þarf að hafa allan varann á ef vatnið fer. Ég sit bara heima í dag og prjóna og hef það huggulegt. Er að þvo síðustu vélarnar af barnafötum og allt er nú að verða tilbúið. Ég er langt komin með að pakka í töskuna sem ég þarf að grípa með mér á spítalann, þannig að ég er tilbúin, það er bara spurning hvort hún sé ekki bara að verða tilbúin líka. Hún var orðin 3600 gr í síðustu viku, stefnir í 18 merkur eins og Jóhann!!
Nú er ég í svona "klára-gír", finnst ég þurfa að klára allt og það gengur bara vel. Ég er alveg að verða búin með silkitrefilinn sem er við húfuna og vettlingana sem eru í Nálinni núna. Svo er ég að klára fyrir GM það sem hún nennir ekki að klára. Svo þarf ég að klára húfuna fyrir Dísu mína sem á bráðum afmæli. Mig vantar meira bútasaumsefni til að geta klárað teppið sem ég dró fram um daginn, langar að klára það. Svo langar mig bara að klára að vera ólétt, mig langar verulega að fara að hreyfa mig eitthvað af viti.
Nú er ég í svona "klára-gír", finnst ég þurfa að klára allt og það gengur bara vel. Ég er alveg að verða búin með silkitrefilinn sem er við húfuna og vettlingana sem eru í Nálinni núna. Svo er ég að klára fyrir GM það sem hún nennir ekki að klára. Svo þarf ég að klára húfuna fyrir Dísu mína sem á bráðum afmæli. Mig vantar meira bútasaumsefni til að geta klárað teppið sem ég dró fram um daginn, langar að klára það. Svo langar mig bara að klára að vera ólétt, mig langar verulega að fara að hreyfa mig eitthvað af viti.
15.8.08
Verkefnin að klárast
Já ég kláraði teppið í fyrradag. Það er orðið stórt og fínt, húfan á J er líka búin, bara dúskurinn eftir. Silkihúfan er langt komin, klára hana líklega á næstu dögum. Ég set inn myndir þegar allt er tilbúið. Núna langar mig að fara að sauma, er með teppi sem ég þarf að klára og svo langar mig að sauma flísgalla úr bók sem ég keypti í Danmörku og heitir Blödt Börnetöj og er mjög girnileg. En fyrst þarf maður víst að klára það sem maður hefur, ekki satt?
Svo er búið að boða til prjónakaffis í Nálinni næsta laugardag (menningarnótt) og hlakka ég mikið til.
Svo er búið að boða til prjónakaffis í Nálinni næsta laugardag (menningarnótt) og hlakka ég mikið til.
30.6.08
Prjónaverkefni í gangi



Svo að lokum er það silkihúfan sem ég er að prjóna fyrir mig og Helgu í Nálinni. Ég byrjaði á henni í gærkvöldi og líst bara vel á hana. Þetta er reyndar frekar seinlegt verkefni því ég nota prjóna nr. 2 en skemmtilegt engu að síður.
Eins og sést þá hef ég nóg að gera í sumarfríinu mínu og er mjög fegin og glöð að vera komin í frí.
17.6.08
Prjónað úti í Hallargarðinum
7.6.08
Rósir
26.5.08
Krakkarnir í sumar
Jæja þá er það orðið ljóst, Guðrún María fer í sumarbúðir með vinkonum sínum í júní og hlakkar mikið til. Svo fer hún líka á ljósmyndanámskeið og ætlar að taka fullt af flottum myndum fyrir mömmu sína þegar hún er búin þar.
Jóhann verður í fótbolta og í fótbolta og í fótbolta í sumar, þrisvar í viku í allt sumar og kannski er hann líka að fara á námskeið hjá TBR með Óttari vini sínum. Sjáum til.
Þannig að ég sé fram á nokkrar Laugavegsferðir ein eða með vinkonum mínum í byrjun júní, barnlaus og alles.
Jóhann verður í fótbolta og í fótbolta og í fótbolta í sumar, þrisvar í viku í allt sumar og kannski er hann líka að fara á námskeið hjá TBR með Óttari vini sínum. Sjáum til.
Þannig að ég sé fram á nokkrar Laugavegsferðir ein eða með vinkonum mínum í byrjun júní, barnlaus og alles.
8.5.08
25 stiga hiti
Jæja þá er ég búin að pakka hlírabolunum og pilsunum, allt tilbúið fyrir Þýskalandsferðina. Það er víst um 25 stiga hiti þar núna og verður þessa daga sem við verðum úti. Kann samt aldrei að pakka almennilega, er ég með nóg, er ég með of mikið?? Mér finnst taskan hálf tóm og er það fínt því að ég ætla aðeins að kíkja í búðir. Vonandi er allt á sínum stað, HM og fleira.
Jæja best að fara að sofa, kem heim á miðvikudaginn.
Tschüss
Jæja best að fara að sofa, kem heim á miðvikudaginn.
Tschüss
27.4.08
Leðurstígvél

Ekkert smá ánægð með kaupin!!
Sól sól skín á mig
Já nú er loksins komin sólin. Við mæðgur sátum úti á svölum í gær og prjónuðum, GM var komin á hlírabolinn, það var virkilega heitt og gott. Strákarnir voru í handbolta á fótboltavellinum á meðan í gær. Sumarstemming í loftinu. Svo fórum við í sund í sól og blíðu, busluðum þar í klukkutíma þar til laugin var lokuð vegna árshátíðar starfsfólks ÍTR.
Í dag er svo stóri dagurinn, fermingin hennar Þórunnar. Allt gengur að óskum og er það auðvitað Jóhanna sem hefur staðið í öllu og skipulagt allt. Ég baka síðustu tvær kökurnar núna á eftir og fattaði þegar ég var lögst upp í rúm í gær að ég gleymdi að kaupa jarðaberin, því verður reddað í dag.
Í dag er svo stóri dagurinn, fermingin hennar Þórunnar. Allt gengur að óskum og er það auðvitað Jóhanna sem hefur staðið í öllu og skipulagt allt. Ég baka síðustu tvær kökurnar núna á eftir og fattaði þegar ég var lögst upp í rúm í gær að ég gleymdi að kaupa jarðaberin, því verður reddað í dag.
12.4.08
Saga af tönn
Já hann JÁ er búinn að vera með fyrstu lausu tönnina í u.þ.b. 2 mánuði og fullorðinstönnin löngu komin fyrir innan barnatönnina. Móðirin ég hafði auðvitað miklar áhyggjur af þessu og hélt að fullorðinstönnin kæmist ekki á réttan stað fyrir barnatönninni sem vildi ekki fara. Ég fór auðvitað til tannlæknis með drenginn og lét hann líta upp í hann og hann róaði mömmuna eins og góðum tannlæknum ber að gera og sagði mér að hafa ekki áhyggjur af þessu. Fullorðinstönnin færi á sinn stað með tímanum. Það hafði auðvitað enginn nema ég áhyggjur af þessu á heimilinu!! Allir í bekknum hans eru hálf tannlausir eins og 1. bekkingum er vant að vera. En minn maður orðinn 7 ára og þetta orðið svolítið mál fyrir hann að vera ekki búinn að missa neina tönn. Hann er nú frekar fljótur til á margan hátt miðað við aldur eins og t.d. í lestri er hann með 5,8 sem þykir mjög mjög gott á hans aldri. Les eins og þriðjubekkingur. En sem sagt tannþroskinn er ekki í samræmi við annað hjá honum greinilega.
Nema hvað, í gærkvöldi vorum við að borða popp og hann var í tölvunni og við mæðgur að horfa á sjónvarpið. Í eitt skipti þegar hann kemur og nær sér í hnefafylli af poppi í skálina til okkar, þá sé ég að tönnin er farin!!! Ég spyr auðvitað strax "hvað er tönnin farin Jóhann?" Hann hafði ekkert fattað og fór að þreifa með tungunni og verður mjög undarlegur á svipinn. "Hvar er hún" ?? var það fyrsta sem mér datt í hug að segja og hann fékk bara tár í augun og fór að leita á gólfinu hjá tölvunni og á tölvunni og út um allt. Nú braust út mikill grátur þegar við komumst að því að mjög líklega hefði hann borðað tönnina með poppinu. Hann var svo leiður að hann grét yfir þessu í u.þ.b. klukkutíma og barði frá sér og neitaði að knúsa mig og varð alveg óður. Þetta endaði með því að pabbi hans skrifaði bréf til tannálfsins og útskýrði hvað hafði gerst.
Í morgun kom svo til mín stoltur drengur kl 7 með tvo hundrað kalla og vakti mömmu sína með knúsi.
Nema hvað, í gærkvöldi vorum við að borða popp og hann var í tölvunni og við mæðgur að horfa á sjónvarpið. Í eitt skipti þegar hann kemur og nær sér í hnefafylli af poppi í skálina til okkar, þá sé ég að tönnin er farin!!! Ég spyr auðvitað strax "hvað er tönnin farin Jóhann?" Hann hafði ekkert fattað og fór að þreifa með tungunni og verður mjög undarlegur á svipinn. "Hvar er hún" ?? var það fyrsta sem mér datt í hug að segja og hann fékk bara tár í augun og fór að leita á gólfinu hjá tölvunni og á tölvunni og út um allt. Nú braust út mikill grátur þegar við komumst að því að mjög líklega hefði hann borðað tönnina með poppinu. Hann var svo leiður að hann grét yfir þessu í u.þ.b. klukkutíma og barði frá sér og neitaði að knúsa mig og varð alveg óður. Þetta endaði með því að pabbi hans skrifaði bréf til tannálfsins og útskýrði hvað hafði gerst.
Í morgun kom svo til mín stoltur drengur kl 7 með tvo hundrað kalla og vakti mömmu sína með knúsi.
5.4.08
Afmæli
Já þetta er afmælishelgin mikla. Ég held að við í fjöskyldunni höfum náð 5 afmælum um þessa helgi og þá tel ég ekki með afmælið sem er á þriðjudaginn.
Sko, ég var boðin í fimmtugsafmæli á föstudagskvöld hjá vinnufélaga mínum, það var mjög gaman. GM var boðin í afmæli hjá bekkjarsystur sinni á laugardagsmorgun 11-13, JÁ var með fjölskylduafmæli kl 12:30 á laugardag og var svo sjálfur boðinn í afmæli til bekkjarfélaga kl 14-16. Á sunnudag er svo bekkjarafmæli fyrir JÁ kl 14-16. Svo er hann boðinn á þriðjudaginn hjá bekkjarfélaga kl 17-19.
Ég ætla EKKI að halda upp á afmælið mitt með veislu eftir 2 vikur, bara svo að það sé á hreinu! Var að hugsa um eitthvað sniðugt með Önnu Leif og jafnvel fleiri Tæfum og svo út að borða með minni elskulegu fjölskyldu um kvöldið. Þar með er það afgreitt. Gunnar var að spá í að halda strákapartý tveimur vikum seinna þegar hann á afmæli svo að þetta er líklega búið í bili.
Er ekki mikil afmælismanneskja!!
Sko, ég var boðin í fimmtugsafmæli á föstudagskvöld hjá vinnufélaga mínum, það var mjög gaman. GM var boðin í afmæli hjá bekkjarsystur sinni á laugardagsmorgun 11-13, JÁ var með fjölskylduafmæli kl 12:30 á laugardag og var svo sjálfur boðinn í afmæli til bekkjarfélaga kl 14-16. Á sunnudag er svo bekkjarafmæli fyrir JÁ kl 14-16. Svo er hann boðinn á þriðjudaginn hjá bekkjarfélaga kl 17-19.
Ég ætla EKKI að halda upp á afmælið mitt með veislu eftir 2 vikur, bara svo að það sé á hreinu! Var að hugsa um eitthvað sniðugt með Önnu Leif og jafnvel fleiri Tæfum og svo út að borða með minni elskulegu fjölskyldu um kvöldið. Þar með er það afgreitt. Gunnar var að spá í að halda strákapartý tveimur vikum seinna þegar hann á afmæli svo að þetta er líklega búið í bili.
Er ekki mikil afmælismanneskja!!
22.3.08
prjóna hvað ha!!
Já þetta blogg stendur nú eiginlega ekki undir nafni lengur, það er spurning um að skipta um nafn á því. Ég er nefnilega í þvílíkri prjónalægð núna, ég reyndar efast um að sú lægð eigi eftir að fara því að ég hef bara engann áhuga á að prjóna um þessar mundir. Ég meira að segja tók til í prjónahillunum mínum og setti allt garn ofan í kassa svo að ég þurfi ekki að horfa á það. Hvað er að gerast??? spyr ég og örugglega fleiri, en svona er þetta núna. Mig langar mest til að fara að rækta grænmeti og gera eitthvað allt annað.
Fór út að labba áðan með Pál Óskar í eyrunum, það var gott.
Fór út að labba áðan með Pál Óskar í eyrunum, það var gott.
14.3.08
Páskafrí loksins
Já ég er komin í páskafrí, núna. Frábært og sólin skín, ég er að hugsa um að prófa að setjast út á svalir á eftir. Þetta er aldeilis dásamlegt. Þetta er held ég besta fríið, sólin farin að skína og súkkulaðiát framundan, hvað er hægt að biðja um meira? Svo var verið að bjóða okkur í humarveislu á föstudaginn langa ummm ég elska humar. Nú þarf ég að vera dugleg að taka myndir í fríinu og setja inn.
Hugurinn farinn að flögra fram að sumri, vonandi fáum við gott sumar. Ég man eftir morgunverði á svölunum, hádegisverði á svölunum og setið fram á kvöld á svölunum. Ég held að ég hafi bara búið á svölunum í fyrrasumar.
Verst hvað sést mikið ryk þegar sólin skín.
Hugurinn farinn að flögra fram að sumri, vonandi fáum við gott sumar. Ég man eftir morgunverði á svölunum, hádegisverði á svölunum og setið fram á kvöld á svölunum. Ég held að ég hafi bara búið á svölunum í fyrrasumar.
Verst hvað sést mikið ryk þegar sólin skín.
3.3.08
heima heima
já ég er heima í dag með Jóhann veikan, nú sefur hann bara svo að það er auðvitað ekkert annað að gera fyrir mig en að hanga í tölvunni. Hann er með hita og hausverk greyið, það er nú reyndar mjög langt síðan hann var veikur síðast svo maður lætur sig hafa það.
Svo er það saumó í kvöld hjá kennó stelpunum það er orðið svo langt síðan við hittumst að það er sko löngu kominn tími á að hittast. Hlakka til.
Svo er það saumó í kvöld hjá kennó stelpunum það er orðið svo langt síðan við hittumst að það er sko löngu kominn tími á að hittast. Hlakka til.
16.2.08
13.2.08
vetrarfrí
Já ég er komin í vetrarfrí sem er í heila tvo daga. Og ég er sú eina á heimilinu sem er í vetrarfríi, ummmm....... ég hlakka til á morgun ætla ég að koma krökkunum í skólann og koma mér á fætur og svo hef ég allan daginn fyrir mig. Er mikið að spá í bæjarferð, annars ætla ég bara að spila það eftir hendinni, kannski langar mig bara að fara aftur uppí og þá geri ég það bara. Ljúft líf framundan, í tvo daga.
7.2.08
Jóhann brandarakarl
Jóhann sagði brandara í morgun þegar hann var á leiðinni í skólann:
Einu sinni var tómatur að ganga á götu og hann söng " nú liggur vel á mér, nú liggur vel á mér......" svo kom bíll og keyrði á hann og vélin í bílnum kastaðist út. Þá söng tómaturinn "nú liggur vél á mér, nú liggur vél á mér......"
mér fannst þetta alveg ótrúlega fyndið og hann fór með bros á vör í skólann og við mæðgurnar hlógum heima. GM ældi í nótt u.þ.b. 5 sinnum frá 3 leytinu og til morguns. Við ákváðum að vera heima. Svo er hún búin að vera hress í dag og fer vonandi í skólann á morgun. Hún situr nú ekki aðgerðarlaus þó að hún sé heima að jafna sig. Byrjaði á húfu á ömmu sína í morgun og kláraði hana núna eftir kvöldmat. Reyndar virðist hún vera of lítil, svo að við ætlum líklega að kaupa í aðra og hún fer nú létt með það að töfra fram aðra húfu. Amma verður glöð.
Einu sinni var tómatur að ganga á götu og hann söng " nú liggur vel á mér, nú liggur vel á mér......" svo kom bíll og keyrði á hann og vélin í bílnum kastaðist út. Þá söng tómaturinn "nú liggur vél á mér, nú liggur vél á mér......"
mér fannst þetta alveg ótrúlega fyndið og hann fór með bros á vör í skólann og við mæðgurnar hlógum heima. GM ældi í nótt u.þ.b. 5 sinnum frá 3 leytinu og til morguns. Við ákváðum að vera heima. Svo er hún búin að vera hress í dag og fer vonandi í skólann á morgun. Hún situr nú ekki aðgerðarlaus þó að hún sé heima að jafna sig. Byrjaði á húfu á ömmu sína í morgun og kláraði hana núna eftir kvöldmat. Reyndar virðist hún vera of lítil, svo að við ætlum líklega að kaupa í aðra og hún fer nú létt með það að töfra fram aðra húfu. Amma verður glöð.
1.2.08
31.1.08
Jóhann pönkari
sokkar fyrir Jóhönnu

20.1.08
Erika Knight peysa

Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)