10.9.08

Vendingin

Já ég átti að fara í vendingu í dag en þá kom í ljós að litla snúllan var búin að snúa sér sjálf með hausinn niður. Hún er greinilega að undirbúa sig að koma í heiminn. Hún er samt ekki enn búin að skorða sig þannig að ég þarf að hafa allan varann á ef vatnið fer. Ég sit bara heima í dag og prjóna og hef það huggulegt. Er að þvo síðustu vélarnar af barnafötum og allt er nú að verða tilbúið. Ég er langt komin með að pakka í töskuna sem ég þarf að grípa með mér á spítalann, þannig að ég er tilbúin, það er bara spurning hvort hún sé ekki bara að verða tilbúin líka. Hún var orðin 3600 gr í síðustu viku, stefnir í 18 merkur eins og Jóhann!!

Nú er ég í svona "klára-gír", finnst ég þurfa að klára allt og það gengur bara vel. Ég er alveg að verða búin með silkitrefilinn sem er við húfuna og vettlingana sem eru í Nálinni núna. Svo er ég að klára fyrir GM það sem hún nennir ekki að klára. Svo þarf ég að klára húfuna fyrir Dísu mína sem á bráðum afmæli. Mig vantar meira bútasaumsefni til að geta klárað teppið sem ég dró fram um daginn, langar að klára það. Svo langar mig bara að klára að vera ólétt, mig langar verulega að fara að hreyfa mig eitthvað af viti.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

íííhhh spennandi - váh hvað ég hlakka til - ætla sko að fá að koma að knúsa og kjassa litlu dúlluna :)

gangi þér vel með allt saman ;)

frugalin sagði...

Frábært að hún skyldi snúa sér sjálf litla daman, þó hitt hefði ekki verið neitt mál heldur.
Hún hlýtur að fara að koma bráðum.

loaxel sagði...

En spennó! Ætli hún komi ekki bara á sunnudaginn - á afmælisdeginum hans Thors! Góður afmælisdagur.
Jii hvað ég er spennt að fá svo að sjá litlu dúlluna.
Knús
ólöf