19.10.07

Lítil barnahúfa


Ég veit ekki hvort að þetta verður einhvern tíman sú barnahúfa sem ég vonast til. Mér finnst þessi uppskrift eitthvað svo skrýtin, hún er ekki alveg eins og Jóhanna systir hefur prjónað. Málið er bara með mig að ég hef aldrei prjónað svona áður, eins og ég hef nú prjónað mikið. En við bíðum bara og sjáum til hvort hún verður að einhverju handa litlu krúsí frænku minni.

sokkarnir guðdómlegu


Já svona líta þeir út sokkarnir góðu, ég veit ekkert betra en að smeygja mér í náttbuxurnar eftir að börnin eru farin upp í rúm og ég er t.d. að fara að horfa á eitthvað af uppáhaldsþáttunum mínum í sjónvarpinu, t.d. Gilmore Girls á þriðjud, eða House á fimmtud. eða núna Forbrydelsen á sunnudögum og þá eru hlýir og mjúkir sokkar ómissandi. ( jú og smá súkkulaði líka!)

12.10.07

Alltaf í tölvunni

´Já við systur erum alltaf í tölvunni, það er svo gaman, við erum að skoða facebook og fleira. Svo er ég að prjóna svona líka guðdómlega sokka sem ég fer bráðum að setja inn mynd af.

1.10.07

myndir


Jæja hér kemur svo útkoman, hún breyttist örlítið á leiðinni en ég er nokkuð sátt við niðurstöðuna.