5.5.13

Nýleg prjónaverkefni


 Hér er nýjasta verkefnið. Lopapeysa fyrir sumarið, það er nú alveg nauðsynlegt. Það er skömm frá því að segja að allar lopapeysurnar mínar eru orðnar götóttar og gamlar, svo þetta er nú eiginlega nauðsyn frekar en ánægjuprjón. En ég var alveg ákveðin í að hafa hana einlita og hvíta. Ég er með einhverja hugmynd um hvernig efri parturinn á að vera, en samt ekki fullmótað ennþá. Kemur í ljós....


Þessa húfu prjónaði ég á LK og er hún í stíl við peysuna samlebånd frá Geilsk. Þetta er úr Litlu prjónabúðinni sem ég hef alltaf gaman af að heimsækja. Ég set inn myndir af peysunni við tækifæri. Húfuna skáldaði ég en þó með hliðsjón af húfu sem er á Ravelry.

Þessa peysu prjónaði ég fyrir nokkru og er farin að nota þó að ég sé ekki enn farin að setja tölur á hana (samt búin að kaupa þær, þetta heitir framtaksleysi). Þetta er eftir uppskrift frá Ysolda Teague sem ég keypti á netinu og heitir Coraline. Ég notaði garnið frá Textilgarn, einfalt og á prjóna nr. 3,5. Ég er mjög ánægð með hana, létt og lipur.