23.7.07

Guðrún María í pilsinu fína


Hér er hún fína stelpan mín í nýja pilsinu sínu.

Nýja gamla peysan



Hér er ég í nýju gömlu peysunni sem hefur nú nýtt notagildi fyrir mig. Þessi peysa er úr Rowan garni og sumarblaðinu síðan í fyrra. Ég er búin að nota hana mikið með nælu sem ég smíðaði sjálf úr skel og beini. En nú fékk ég nóg af því og vildi breyta henni og setti rennilás í hana.

Nýjasta peysan


Þetta er peysan sem ég er byrjuð á, röndótt og fín. Hún er skálduð upp úr mér og það verður spennandi að sjá hvort hún verður að lokum eins og ég hafði ímyndað mér að ég vildi hafa hana.

Garn, garn, garn

Guðrún María er svona líka ánægð með pilsið og er oft í því . En ég fór í Storkinn á laugardaginn og kom út með fullan poka af garni, eins og ég geri reyndar oft þegar ég fer í þá fínu búð. Ég er byrjuð á peysu á mig sem ég er búin að hafa í kollinum á mér lengi. Röndótt skal það vera, í haustlitunum brúnu. Svo var ég að breyta peysu sem ég prjónaði síðasta haust, setti í hana rennilás og þar með er ég búin að fá nýja peysu.
Svo keypti ég líka garn í teppi handa litla krúttinu sem er á leiðinni og ég get varla beðið með að byrja á því.

19.7.07

Vattarsaumur

Ég fór í gær í ferðalaginu okkar á Eiríksstaði á leiðinni frá Búðardal til Borgarfjarðar, þar sem Eiríkur rauði á að hafa búið. Þar var tjald fyrir framan bæinn þar sem kona ein sat og vattarsaumaði og var svona líka almennileg. Hún kenndi mér að vattarsauma og ég keypti af henni nál og er dottin í þetta. Þar voru vettlingar sem maðurinn hennar saumaði alveg ótrúlega flottir. Takmarkið er að gera eina slíka og er ég byrjuð á þeim. Ég ætla að reyna að skella inn mynd af þeim á eftir. Þetta er ótrúlega gaman.

14.7.07

Pilsið er tilbúið

Jæja þá kláraði ég pilsið í dag og verð bara að fara að komast í bæinn og kaupa mér meira garn. Ég þarf alltaf að hafa eitthvað á prjónunum annars verð ég óróleg.

13.7.07

Pilsið fína


Nú er pilsið sem Guðrún María fær að verða tilbúið. Þetta eru bara afgangar sem ég nota og verður þetta fína pils. Ég vona að hún vilji vera í því en það á eftir að koma í ljós. Ég studdist við uppskriftina úr fínu barnaprjónabókinni sem ég keypti í skólavörðubúðinni og heitir Pindevenner og er mjög girnileg að mínu mati.

11.7.07

Húfur á börnin



Þetta eru ótrúlega sætar húfur sem ég prjónaði um daginn, var ekki lengi með hverja. Ég sá þær í Storkinum og fannst þær ótrúlega krúttlegar. Eiginlega eru þetta nátthúfur í uppskriftinni en maður notar nú ekki mikið nátthúfur. Ég vona að það heppnist núna að setja inn mynd af húfunum. Þetta var nú meira baslið með myndina af grænu peysunni.

Ein tilraun enn


Þetta skal takast

10.7.07

Þetta með myndina

já þetta með myndina heppnaðist ekki alveg. Ég þarf greinilega að studera það eitthvað betur.

Mynd af grænu peysunni

hér ætla ég að reyna að setja inn mynd af fínu grænu peysunni sem Guðmundur og Þura eiga að fá....