7.10.08

vika 42

Kæra Barn

Nú er nóg komið. Hversu lengi á ég að bíða eftir þér. Systkini þín koma heim með vonleysissvip á hverjum degi úr skólanum þegar þau sjá kúluna á mér. Þau segja líka "gangi þér vel ef þú ferð á spítalann í dag" á hverjum morgni þegar þau fara út úr dyrunum. Hver dagur fyrir þeim er miklu lengri að líða en fyrir mig og er ég nú samt eignlega búin að fá nóg af biðinni.

Ég er búin að prjóna allt sem mér dettur í hug. Ég er búin að lesa nokkrar bækur, (sem ég geri aldrei, er að minnsta kosti ca 1/2 ár með eina bók venjulega). Er búin að þvo allan þvott sem er í óhreinatauinu, ( sem gerist mjög sjaldan að það sé tómt). Nýbúin að ryksuga og þurrka af, (kannski ég geri það aftur á eftir!!).

Já við bíðum öll spennt eftir að sjá þig. Pabbi þinn vinnur heima alla daga núna.

Farðu nú að koma, ég bíð eftir verkjum!

Engin ummæli: