5.4.08

Afmæli

Já þetta er afmælishelgin mikla. Ég held að við í fjöskyldunni höfum náð 5 afmælum um þessa helgi og þá tel ég ekki með afmælið sem er á þriðjudaginn.
Sko, ég var boðin í fimmtugsafmæli á föstudagskvöld hjá vinnufélaga mínum, það var mjög gaman. GM var boðin í afmæli hjá bekkjarsystur sinni á laugardagsmorgun 11-13, JÁ var með fjölskylduafmæli kl 12:30 á laugardag og var svo sjálfur boðinn í afmæli til bekkjarfélaga kl 14-16. Á sunnudag er svo bekkjarafmæli fyrir JÁ kl 14-16. Svo er hann boðinn á þriðjudaginn hjá bekkjarfélaga kl 17-19.
Ég ætla EKKI að halda upp á afmælið mitt með veislu eftir 2 vikur, bara svo að það sé á hreinu! Var að hugsa um eitthvað sniðugt með Önnu Leif og jafnvel fleiri Tæfum og svo út að borða með minni elskulegu fjölskyldu um kvöldið. Þar með er það afgreitt. Gunnar var að spá í að halda strákapartý tveimur vikum seinna þegar hann á afmæli svo að þetta er líklega búið í bili.

Er ekki mikil afmælismanneskja!!

2 ummæli:

frugalin sagði...

Takk fyrir mig og mína í dag. Þetta var mjög fín veisla hjá þér og alger óþarfi að hafa neitt meira fyrir þessu.

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með daginn á morgun JÁ!
Ólöf Tæfa