27.4.08

Sól sól skín á mig

Já nú er loksins komin sólin. Við mæðgur sátum úti á svölum í gær og prjónuðum, GM var komin á hlírabolinn, það var virkilega heitt og gott. Strákarnir voru í handbolta á fótboltavellinum á meðan í gær. Sumarstemming í loftinu. Svo fórum við í sund í sól og blíðu, busluðum þar í klukkutíma þar til laugin var lokuð vegna árshátíðar starfsfólks ÍTR.

Í dag er svo stóri dagurinn, fermingin hennar Þórunnar. Allt gengur að óskum og er það auðvitað Jóhanna sem hefur staðið í öllu og skipulagt allt. Ég baka síðustu tvær kökurnar núna á eftir og fattaði þegar ég var lögst upp í rúm í gær að ég gleymdi að kaupa jarðaberin, því verður reddað í dag.

Engin ummæli: