
Þetta er peysa sem Þura mágkona byrjaði á þegar hún var ólétt af Emmu Kristínu. Ég tók við henni nú fyrir stuttu og var í gær að klára að prjóna hana svo nú er bara eftir að sauma saman og þvo og teygja til. Eins og sést á myndinni þá er lína í peysunni þar sem ég tók við prjónaskapnum en ég hef trú á því að það lagist þegar ég bleyti hana og toga og teygi.
4 ummæli:
Þetta verður flott peysa með línu eða án. Línan er bara "karakter" í peysunni og gefur henni sögu.
mæli með krúttlegum ísaumuðum stelpublómum eftir miðri línunni ef hún fer í taugar ;)
hlakka til að sjá hana togaða og teygða!
Það væri örugglega flott, sérstaklega af því að Þuru partur er lausari og víðari.
Hæ ég reyndi:) Peysan verður æðisleg og með blómunum verður hún mjög falleg. Emma Kristín á eftir að vera glæsileg í henni. Ég er mjög þakklát yfir því að þú skildir gera þetta fyrir mig takk. p.s. ég er að vinna í síðunni okkar Emmu :)
Skrifa ummæli