
Já hún Guðrún María er sko alveg frábær. Hún kom heim í dag með bréf frá skólanum þar sem segir að hún var tilnefnd til íslenskuverðlauna Menntasviðs Reykjavíkurborgar 2008. Hún fékk þessi verðlaun, ein í sínum skóla og erum við boðin í Ráðhús Reykjavíkur til að taka á móti verðlaununum á degi íslenskrar tungu 16. nóv. Við erum að sjálfsögðu mjög stoltir foreldrar núna eins og alltaf.
1 ummæli:
Þetta kemur nú svo sem ekki á óvart því hún er svo æðisleg og frábær hún Guðrún María.
Skrifa ummæli