Já nú er það lopi.
Það er kallað kreppuprjón hér.
Ég verð nú að segja að mér finnst skemmtilegra að prjóna úr einhverju rándýru eðalgarni úr Storkinum eða Nálinni heldur en lopanum sem sífellt slitnar hjá mér núna. En það fæðast samt hlýjar og notalegar peysur bráðum hjá mér. Guðrún María er að klára sína peysu og ég er að prjóna eina úr einföldum plötulopa á hana, þessi sem er alltaf að slitna. Þær verða báðar mjög fallegar og góðar og eru alveg að klárast. Ég reyni að setja inn myndir á eftir.
6.10.09
27.9.09
Vettlingar
Ég er bara ánægð með útkomuna.
6.9.09
Legghlífar
Ég sá þetta einhversstaðar á netinu, ég er alltaf að rekast á svo flottar prjónasíður (blogg). Þetta er algjör snilld, þegar Lilja Katrín er í sokkabuxum og kjól, sem mig langar oftast að hafa hana í, þá set ég á hana legghlífar þegar við förum út svo henni verði ekki kalt á kálfunum. Og hún rífur þær ekki af sér, sem ég óttaðist fyrst. Þær eru svo sætar.
Hér kemur uppskriftin, svona minnir mig að hún sé, þetta er upp úr mér.
Fitjað upp 10 L á prjón á prjóna nr. 3,5 með Kambgarni, fallega rauðu.
Prjónað ca 5-7 cm, þá aukið út um 2 L, prjónað 8 umferðir, þá aukið út um 2 L, prjónað 8 umferðir, þá aukið út um 2 L. Þá eru prjónaðar 8 umferðir aftur og tvær L teknar saman, svo prjónaðar 5 umferðir, þá teknar tvær saman aftur og svo prjónaðar 5 umferðir og allt fellt af. Tilbúið!!
Einfalt og fljótlegt.
29.8.09
Lilja Katrín í nýju peysunni

24.8.09
Hekl
8.8.09
pjónað í sumar
Þetta er lopapeysa úr léttlopa sem ég gerði á mig í júní. Þetta mynstur er frá Önnu Leif vinkonu minni og hefur vakið athygli. Þetta er ekki svona týpiskt munstur enda finnst mér þau orðin einum of algeng og langar mig ekki í svoleiðis peysu. Mér finnst þessi æðisleg, hún er öðruvísi og létt og góð. Ég splæsti í hreindýrahornatölur sem passa fullkomlega.
Guðrún María er að prjóna sér lopapeysu og gengur það alveg rosalega vel. Hún er svo dugleg og klár stelpan mín, ég er mjög stolt af henni að leggja í þetta verkefni, aðeins 11 ára. Hún er líka úr léttlopa eins og sést á myndinni og á að vera með gráu mynstri, dökkgráar og ljósgráar áttablaðarósir.
Þarna sést eitt af prjónamerkjunum sem við Guðrún María bjuggum til einn daginn í sumar. Þau virka vel og eru mjög flott finnst okkur.

Þetta er byrjun á peysu á Lilju Katrínu. Ég átti þetta rauða og ljósbleika og fór svo í dag og keypti dökkvínrautt til að klára. Ég get bara ekki staðist þetta garn sem heitir "Baby Cashmerino" frá Debbie Bliss. Mér finnst það æði, ég get bara ekki sagt það nógu oft. Ég vildi að ég ætti alla liti heima þó ekki væri nema bara að horfa á það.
Þetta er byrjun á peysu á Lilju Katrínu. Ég átti þetta rauða og ljósbleika og fór svo í dag og keypti dökkvínrautt til að klára. Ég get bara ekki staðist þetta garn sem heitir "Baby Cashmerino" frá Debbie Bliss. Mér finnst það æði, ég get bara ekki sagt það nógu oft. Ég vildi að ég ætti alla liti heima þó ekki væri nema bara að horfa á það.
Þarna byrjaði ég efst, í hálsmálinu og ætla að prjóna hana niður, það er svo skemmtileg aðferð!
Svo er það dúkkan sem ég prjónaði í vor. Ég sá hana í Storkinum og féll fyrir henni, alveg kylliflöt. Ég notaði afganga og eru það mestmegnis "Baby cashmerino" frá Debbie Bliss. Ég er mjög ánægð með hana og finnst hárið geggjað.
Svo er auðvitað meira á prjónunum. Ég er að gera peysu á mig úr einföldum plötulopa, þar sem ég byrja á hálsmálinu eins og á rauðu peysunni.
Í sumar keypti ég svo þingborgarlopa, hvítan og er enn að hanna í huganum peysuna sem verður auðvitað á mig!!
7.6.09
Leðurskór
Lopapeysa
Mig langar bara líka í lopapeysu, ég er svo ánægð með þessa. Það er nauðsynlegt að eiga lopapeysu á sumrin á Íslandi finnst mér. Svo vill GM líka fá lopapeysu, þannig að það eru næg prjónaverkefni framundan. Veii, gaman gaman.
Húfur 1, 2 og 3
2.5.09
Nýtt á prjónunum




30.3.09
12.2.09
Nýjustu verkefnin
Þetta eru buxur sem ég saumaði á LK, þær eru úr velúr, alveg yndislega mjúkar og fínar. Þær eru svolítið stórar en hún getur samt alveg notað þær. Ég tók sniðið upp úr bók sem heitir "Blödt börnetoj" frá Klematis. Hún er mjög flott.
Svo eru það sokkarnir sem ég er að prjóna á GM, ætlaði að vera löngu búin með þá. Þetta er Hjerte garn sem heitir sock og ég keypti í Álafossbúðinni. Þetta er sama garn og ég notaði í vettlingana sem ég prjónaði fyrir jólin. Ég fitjaði upp á með bleiku Mohair Kitten sem ég átti, bara svo að hún þekki þá fljótlega í skólanum. Þá eru þeir ekki bara alveg gráir. Ég gerði líka svona sokka á JÁ en þeir eru orðnir svo skítugir og notaðir að ég vildi ekki taka mynd af þeim.
13.1.09
Græna peysan

Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)