13.1.09

Græna peysan

Hún er langt komin græna peysan sem ég er að prjóna núna. Þetta er í þriðja skiptið sem ég prjóna úr þessu garni sem er Marianne Isager garn keypt í Skive í Danmörku. Vonandi þarf ég ekki að rekja hana upp eina ferðina enn og prjóna aðra. Þessi lofar góðu og er ég ánægð með það sem komið er. Mig langar að hafa hana aðeins síðari en þetta og svo eru auðvitað ermarnar eftir. Ég vona að ég eigi nóg garn í hana. Allavegana var nóg garn í hina peysuna þannig að það hlýtur að duga.

Þarna er peysan sem ég prjónaði nr. 2 úr þessu garni. Ég átti því miður ekki betri mynd af henni en þessa gleðimynd sem er tekin í vorferð með skólanum fyrir nokkrum árum. Alltaf gaman hjá kennurum.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ok fyrst að þú getur rakið upp heilar peysur þá er best að ég reki upp kaunisjalið mitt og prjóni það aftur - er nefnilega ekki ánægð með það fyrsta ;)
er farin að rekja upp

e

Guðný sagði...

það fyrsta?? ert þú búin að gera mörg? Ég er nú bara búin með eitt og er alveg ánægð með það. Ég ætla reyndar að gera annað, er að bíða eftir að rétti liturinn komi fyrir mig í Nálinni.