

Ég gerði þessa vettlinga eftir að hafa séð vettlingana hjá "Made by Pom" blogginu. Ég notaði tvo þræði af einbandi, ljósbrúnan og dökkbrúnan saman. Heklunál nr. 4 og hálfstuðla. Ég var tvö kvöld með þá og skreytti svo með handlituðu bandi sem ég keypti í Þingborg í sumar.
Ég er bara ánægð með útkomuna.
1 ummæli:
Virkilega fallegt. Mig hefur alltaf langað til að kunna að hekla vettlinga en aldrei lagt í það.
Kveðja
Anna Fanney
Skrifa ummæli