7.6.09

Húfur 1, 2 og 3

Þetta er húfa sem Jóhanna systir prjónaði handa stelpunni sinni sem er 15 ára. Hún er samin um leið og hún er prjónuð. Mig langaði að gera svona handa LK og fékk hana lánaða til að fá innblástur.
Þetta er svo húfan sem ég gerði úr afgöngum og lykkjufjöldinn og stærðin er alveg eins og á húfunni frá Jóhönnu. Hún varð heldur lítil svo ég ákvað að gera bara aðra. Enda er maður mjög fljótur með hverja húfu og ég var svo spennt að halda áfram að ég lagði hana eiginleg ekki frá mér fyrr en ég var búin.
Þannig að ég gerði aðra húfu. Bætti við 8 lykkjum og dýpkaði hana örlítið. Ég minnkaði eyrun og hafði böndin mjórri. Þetta eru líka afgangar og skáldað mynstur á leiðinni. Þessi kom mjög vel út og hún er farin að nota hana.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæl takk fyrir að leyfa mér að skoða síðuna þín þú ert aldeilis klár, skórnir þínir vel gerðir
Takk fyrir Sigurbjörg