7.6.09

Lopapeysa

Þarna er JÁ að máta lopapeysuna sem ég er að klára á hann. Hún verður með rennilás að hans ósk. Þarna er ég að athuga hvort hálsmálið sé í lagi og hann mátaði með prjóninn í. Ég er ótrúlega ánægð með mynstrið sem við JÁ sáum í Álafoss búðinni í Mosó. Þar sáum við peysu eins og þessa nema prjónuð úr tvöföldum plötulopa og með tölum. Þessi er úr Léttlopa. Konan í búðinni sagðist ekki eiga munstrið í bók, þannig að hún ljósritaði bara peysuna sem var til í búðinni og ég fór eftir því. Það var alveg nóg fyrir mig, ég mundi litina og gat talið út eftir ljósritinu. Algjör snilld, það er ekkert mál að setja peysu í ljósritunarvél og telja út eftir því. Hann er mjög ánægður með peysuna, nú þarf bara að finna rennilás og klára hana.

Mig langar bara líka í lopapeysu, ég er svo ánægð með þessa. Það er nauðsynlegt að eiga lopapeysu á sumrin á Íslandi finnst mér. Svo vill GM líka fá lopapeysu, þannig að það eru næg prjónaverkefni framundan. Veii, gaman gaman.

Engin ummæli: