28.10.09

Lopi

Já nú er það lopi.

Það er kallað kreppuprjón hér.

Ég verð nú að segja að mér finnst skemmtilegra að prjóna úr einhverju rándýru eðalgarni úr Storkinum eða Nálinni heldur en lopanum sem sífellt slitnar hjá mér núna. En það fæðast samt hlýjar og notalegar peysur bráðum hjá mér. Guðrún María er að klára sína peysu og ég er að prjóna eina úr einföldum plötulopa á hana, þessi sem er alltaf að slitna. Þær verða báðar mjög fallegar og góðar og eru alveg að klárast. Ég reyni að setja inn myndir á eftir.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þið voruð flottar í sjónvarpinu prjónamæðgur. Gaman að sjá hvað dóttir þín er dugleg.

Nafnlaus sagði...

Gleymdi að setja kv. Anna Fanney