16.1.10

Garðaprjónspeysa

Þessa peysu prjónaði ég nú í desember, hún er eftir uppskrift af DVD disknum hennar Röggu. Mjög auðveld peysa en samt með nokkrum trikkum sem skemmtilegt var að læra


Svo fann ég þessar tölur sem passa fullkomlega við peysuna. Þetta er léttlopi og prjónar nr. 5,5 minnir mig.


Ég er mjög ánægð með hana og LK er mjög fín í henni. Reyndar finnst mér útaukningarnar ekki á réttum stöðum, ég myndi vilja dreifa þeim betur, þær sjást of mikið að mínu mati. En peysan er prjónuð ofan frá og niður, það er mjög skemmtileg aðferð, ég hugsa að ég geri fleiri svoleiðis.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er mjög falleg peysa og skvísan lítur vel út í henni :) það væri gaman að prófa að prjóna peysu ofan frá

kv Þuríður Svava

frugalin sagði...

Svo dugleg alltaf, vantar myndir af öllum hinum peysunum sem þú ert búin að gera undanfarið (það verður löng færsla)