19.8.10

Kjólar kjólar kjólar

Ég er búin að vera með þá hugmynd lengi að breyta skyrtu í kjól á LK. Ég átti tvær skyrtur sem voru of litlar á JÁ og fannst upplagt að nota þær. Efnið í þeim var flott og ég týmdi ekki að henda þeim. Ég er mjög sátt við útkomuna og þeir eru mjög flottir á henni litlu LK minni. Hún er nú reyndar ekki mjög fús að máta neitt nýtt og þurfti mikla þolinmæði af minni hálfu til að koma henni í kjólana.


Ég byrjaði á því að klippa ermarnar og kragann af. Svo setti ég teygju í hálsmálið og ermarnar og líka í mittið og voilá kominn kjóll. Þetta er mjög einfalt og eflaust hægt að gera eitthvað annað snið sem er aðeins flóknara, ég prófa það næst.


Útkoman er ótrúlega flottur og sætur kjóll.

Svo er það hin skyrtan sem ég gerði líka kjól úr á undan þessum græna. Þarna er sama aðferðin notuð og passar hann líka ótrúlega flott á henni.

Þarna er svo krúttið í kjólnum. Ég reyni að taka betri myndir af henni og setja inn. Það er frekar erfitt að ná góðri mynd af henni hún er svo fjörug, alltaf á fullu að leika sér.



Ég á örugglega eftir að gera fleiri útgáfur þegar fleiri skyrtur falla til. JÁ neitar núna að vera í skyrtum þannig að það er kannski ekki von á fleirum.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Æðislega sætir kjólarnir!! Mér finnst allt svona endurunnið svo skemmtilegt!

Hér er bloggið mitt ef þú vilt kíkja:

www.knittingmydayaway.com