Já þetta eru leðurstígvélin úr Trippen sem ég keypti óvart á miðvikudaginn. Við Jóhanna fórum með Önnu Leif vinkonu minni í Trippen því HÚN ætlaði að skoða skó. Hún mátaði þessi stígvél sem voru á 50% afslætti. Hún notar nr 41 og voru þau á afslætti því að það voru svo fá pör eftir. Ég spurði bara rétt sí svona, þú átt auðvitað ekki í 39 ef þetta eru restar er það nokkuð? Jú ég á eitt par í 39 sagði búðarkonan góða og viti menn þá var ekki aftur snúið. Við gengum út með tvenn leðurstígvél vinkonurnar í þvi yfirskyni að við værum að kaupa fyrir afmælispeningana okkar (erum reyndar báðar búnar að eiga afmæli í apríl, 19. og 21.)Ekkert smá ánægð með kaupin!!