28.12.07

Betri mynd

Hérna er hann samt eins og hann er venjulega. Bara nokkuð góð mynd finnst mér.

Montinn með jólagjöfina

já hann var mjög glaður að fá heimsmetabók Guinness í jólagjöf drengurinn og er að venju að gretta sig í myndavélina hjá pabba sínum. Samt fyndin mynd.

Góð mynd

Já þessi var tekin þegar GM hélt upp á afmælið sitt ásamt Hildi í Gerplu salnum í Kópavogi. Það var brjálað stuð, líka fyrir okkur foreldrana, við fórum á trampolínið og skemmtum okkur mjög vel.

Hekl hekl

heklið hennar GM stækkar og stækkar. Þetta eiga að verða grifflur.

GM að hekla

Já hún er ekkert smá dugleg stelpan mín að hekla. Ég sýndi henni í fyrradag hvernig á að hekla í hring og hún náði því bara strax. Allt rétt hjá henni og jafnt og vel gert. Flott hjá þér stelpa!!

verkefni jóladagsins

já á jóladag var þessi húfa hekluð, áður en ég varð veik, fékk hálsbólgu, hita, hausverk og beinverki. En blómið var prjónað í gær og sett á húfuna. Er hún ekki fín stelpan mín??

21.12.07

jólafrí

jæja þá er greinilega jólafríið byrjað hjá börnunum mínum. Jóhann syngur stanstlaust "þá nýfæddur jesu í ...." og Guðrún María er þokkalega pirruð á honum og kallar stanslaust HÆTTU eða "mamma viltu segja honum að hætta, ég þoli þetta ekki". Nú eru þau að rífast yfir því hver á Mika diskinn. Skemmtilegt jólafrí og byrjar vel.

3.12.07

sumarið 2008

Já þá erum við búin að kaupa miðana til Danmerkur næsta sumar. Förum út 11. júlí og komum heim 1. ágúst. Við getum strax farið að telja niður dagana, krakkarnir verða nú glaðir á morgun þegar við segjum þeim að við séum búin að kaupa miðana. Það er alltaf svo dejligt í Danmark og auðvitað í Svíþjóð líka. Sumir dagar eru þegar planaðir en ekki allir ennþá.....

18.11.07

Anna Leif


Flottur trefill, flott blóm og flott kona!

Frostið á Flúðum

Já svo var auðvitað verið að prófa myndavélina úti í frostinu. Þessi var tekin úti í móa, þar sem ótrúlega fallegar frostrósir mynduðust í moldinni.

Hildur Tinna


Já þetta er hún Hildur Tinna í peysunni fínu sem ég prjónaði á hana í sumar og gaf henni. Hún er alltaf brosandi þetta barn, ekki bara þegar hún er í svona fínni peysu, heldur ALLTAF. Hún er algjört æði og erum við Tæfurnar mikið búnar að biðja Ólöfu um að klóna hana en hún tekur nú ekkert allt of vel í það.

Það tókst!!

Hér sjást sokkarnir góðu, það tókst hjá mér að prjóna fjögur pör á 6 dögum. Reyndar á ég eftir hálfan hæl á öðrum rauða sokknum en það er bara vegna þess að garnið kláraðist. Það var greinilega minna í rauðu dokkunum en hinum. En Tæfurnar voru alveg rosalega ánægðar með sokkana og pössuðu þeir allir nema á Önnu Leif, ég þarf aðeins að stækka þá. Reyndar lituðu bláu sokkarnir puttana á mér bláa og finnst mér það lélegt að svona dýrt og vandað garn skuli lita. En sem sagt þetta tókst og er það ákveðinn sigur fyrir mig að sanna það fyrir sjálfri mér að ég hafi getað þetta. Gott hjá þér Guðný!!

4.11.07

Myndir af krökkunum


Var að æfa mig að mynda þau úti í snjónum um daginn, stillti vélina samkvæmt leiðbeiningum frá ljósmyndanámskeiðinu. Þessar eru fínar en ég þarf samt að æfa mig betur.

Brimar Jónatan

Þetta er hann Brimar Jónatan sem hún Bergrós vinkona mín á. Hér er hann í peysunni sem ég prjónaði handa honum, er hann ekki fínn??

19.10.07

Lítil barnahúfa


Ég veit ekki hvort að þetta verður einhvern tíman sú barnahúfa sem ég vonast til. Mér finnst þessi uppskrift eitthvað svo skrýtin, hún er ekki alveg eins og Jóhanna systir hefur prjónað. Málið er bara með mig að ég hef aldrei prjónað svona áður, eins og ég hef nú prjónað mikið. En við bíðum bara og sjáum til hvort hún verður að einhverju handa litlu krúsí frænku minni.

sokkarnir guðdómlegu


Já svona líta þeir út sokkarnir góðu, ég veit ekkert betra en að smeygja mér í náttbuxurnar eftir að börnin eru farin upp í rúm og ég er t.d. að fara að horfa á eitthvað af uppáhaldsþáttunum mínum í sjónvarpinu, t.d. Gilmore Girls á þriðjud, eða House á fimmtud. eða núna Forbrydelsen á sunnudögum og þá eru hlýir og mjúkir sokkar ómissandi. ( jú og smá súkkulaði líka!)

12.10.07

Alltaf í tölvunni

´Já við systur erum alltaf í tölvunni, það er svo gaman, við erum að skoða facebook og fleira. Svo er ég að prjóna svona líka guðdómlega sokka sem ég fer bráðum að setja inn mynd af.

1.10.07

myndir


Jæja hér kemur svo útkoman, hún breyttist örlítið á leiðinni en ég er nokkuð sátt við niðurstöðuna.

18.9.07

Röndótta peysan að klárast

Já nú hefur ýmislegt klárast. Röndótta peysan er alveg að klárast, teppið sem litla krúttið hennar Þuru fékk kláraði ég nú bara fyrir nokkrum dögum síðan og það heppnaðist mjög vel. Ég gleymdi að taka mynd af því, en geri það við tækifæri. Svo þarf ég bara að fara að finna mér eitthvað nýtt. Ég er að stofna klúbb í vinnunni hjá mér, einhvers konar sauma og prjónaklúbb þannig að ég þarf víst að hafa eitthvað á prjónunum.

Annars er ég mjög spennt fyrir prjónakaffihúsinu sem á að vera í Norræna húsinu í tengslum við Norræna heimilisiðnaðarþingið. Ég ætla sko að kíkja þangað, vona að það sé önnur stemmning þar en í Iðu.

25.8.07

Nokkrar myndir





Hér koma nokkrar myndir af því sem ég hef gert í gegnum tíðina. Sumt gamalt og annað er nýrra. Sitt lítið af hvoru, bútasaumur, hekl og fl.

19.8.07

Prjónalægð

Tilraunin heppnaðist ekki sem skyldi, körfurnar urðu ekki eins harðar og ég hélt að þær yrðu, þessi hvíta varð samt betri, ég set mynd af henni inn við tækifæri.

Hægt og sígandi prjónast röndótta peysan áfram. Er þó búin að rekja allmikið upp og byrja upp á nýtt eins og ég geri mjög oft. Held þó enn í vonina að hún verði peysa.

Svo er það teppið góða sem ég er ekki enn búin að setja inn mynd af. Það er líka á góðri leið.

Annars voru útsaumspokarnir mínir eftir teikningum frá börnunum til sýnis í Nálinni á Menningarnótt, ég er mjög stolt af þeim.

8.8.07

Tilraun



Já það er alltaf gaman að gera tilraunir. Ég fékk þetta í hausinn og þurfti bara að prófa. Þetta er sem sagt prjónuð lufsa sem ég set yfir skál annars vegar og krukku hins vegar og maka það svo með veggfóðurslími. Nú er bara að bíða og sjá hvort að þetta verður eins og myndin sem ég er með í kollinum.

23.7.07

Guðrún María í pilsinu fína


Hér er hún fína stelpan mín í nýja pilsinu sínu.

Nýja gamla peysan



Hér er ég í nýju gömlu peysunni sem hefur nú nýtt notagildi fyrir mig. Þessi peysa er úr Rowan garni og sumarblaðinu síðan í fyrra. Ég er búin að nota hana mikið með nælu sem ég smíðaði sjálf úr skel og beini. En nú fékk ég nóg af því og vildi breyta henni og setti rennilás í hana.

Nýjasta peysan


Þetta er peysan sem ég er byrjuð á, röndótt og fín. Hún er skálduð upp úr mér og það verður spennandi að sjá hvort hún verður að lokum eins og ég hafði ímyndað mér að ég vildi hafa hana.

Garn, garn, garn

Guðrún María er svona líka ánægð með pilsið og er oft í því . En ég fór í Storkinn á laugardaginn og kom út með fullan poka af garni, eins og ég geri reyndar oft þegar ég fer í þá fínu búð. Ég er byrjuð á peysu á mig sem ég er búin að hafa í kollinum á mér lengi. Röndótt skal það vera, í haustlitunum brúnu. Svo var ég að breyta peysu sem ég prjónaði síðasta haust, setti í hana rennilás og þar með er ég búin að fá nýja peysu.
Svo keypti ég líka garn í teppi handa litla krúttinu sem er á leiðinni og ég get varla beðið með að byrja á því.

19.7.07

Vattarsaumur

Ég fór í gær í ferðalaginu okkar á Eiríksstaði á leiðinni frá Búðardal til Borgarfjarðar, þar sem Eiríkur rauði á að hafa búið. Þar var tjald fyrir framan bæinn þar sem kona ein sat og vattarsaumaði og var svona líka almennileg. Hún kenndi mér að vattarsauma og ég keypti af henni nál og er dottin í þetta. Þar voru vettlingar sem maðurinn hennar saumaði alveg ótrúlega flottir. Takmarkið er að gera eina slíka og er ég byrjuð á þeim. Ég ætla að reyna að skella inn mynd af þeim á eftir. Þetta er ótrúlega gaman.

14.7.07

Pilsið er tilbúið

Jæja þá kláraði ég pilsið í dag og verð bara að fara að komast í bæinn og kaupa mér meira garn. Ég þarf alltaf að hafa eitthvað á prjónunum annars verð ég óróleg.

13.7.07

Pilsið fína


Nú er pilsið sem Guðrún María fær að verða tilbúið. Þetta eru bara afgangar sem ég nota og verður þetta fína pils. Ég vona að hún vilji vera í því en það á eftir að koma í ljós. Ég studdist við uppskriftina úr fínu barnaprjónabókinni sem ég keypti í skólavörðubúðinni og heitir Pindevenner og er mjög girnileg að mínu mati.

11.7.07

Húfur á börnin



Þetta eru ótrúlega sætar húfur sem ég prjónaði um daginn, var ekki lengi með hverja. Ég sá þær í Storkinum og fannst þær ótrúlega krúttlegar. Eiginlega eru þetta nátthúfur í uppskriftinni en maður notar nú ekki mikið nátthúfur. Ég vona að það heppnist núna að setja inn mynd af húfunum. Þetta var nú meira baslið með myndina af grænu peysunni.

Ein tilraun enn


Þetta skal takast

10.7.07

Þetta með myndina

já þetta með myndina heppnaðist ekki alveg. Ég þarf greinilega að studera það eitthvað betur.

Mynd af grænu peysunni

hér ætla ég að reyna að setja inn mynd af fínu grænu peysunni sem Guðmundur og Þura eiga að fá....

17.6.07

Ég er alveg að verða búin með grænu peysuna sem verður mjög fín held ég. Ég ætla að reyna að setja myndir inn af henni fljótlega.

3.6.07

Fyrsta færslan

Jæja nú er prjónabloggið komið, loksins.