22.3.08

Frost


prjóna hvað ha!!

Já þetta blogg stendur nú eiginlega ekki undir nafni lengur, það er spurning um að skipta um nafn á því. Ég er nefnilega í þvílíkri prjónalægð núna, ég reyndar efast um að sú lægð eigi eftir að fara því að ég hef bara engann áhuga á að prjóna um þessar mundir. Ég meira að segja tók til í prjónahillunum mínum og setti allt garn ofan í kassa svo að ég þurfi ekki að horfa á það. Hvað er að gerast??? spyr ég og örugglega fleiri, en svona er þetta núna. Mig langar mest til að fara að rækta grænmeti og gera eitthvað allt annað.

Fór út að labba áðan með Pál Óskar í eyrunum, það var gott.

14.3.08

Páskafrí loksins

Já ég er komin í páskafrí, núna. Frábært og sólin skín, ég er að hugsa um að prófa að setjast út á svalir á eftir. Þetta er aldeilis dásamlegt. Þetta er held ég besta fríið, sólin farin að skína og súkkulaðiát framundan, hvað er hægt að biðja um meira? Svo var verið að bjóða okkur í humarveislu á föstudaginn langa ummm ég elska humar. Nú þarf ég að vera dugleg að taka myndir í fríinu og setja inn.

Hugurinn farinn að flögra fram að sumri, vonandi fáum við gott sumar. Ég man eftir morgunverði á svölunum, hádegisverði á svölunum og setið fram á kvöld á svölunum. Ég held að ég hafi bara búið á svölunum í fyrrasumar.

Verst hvað sést mikið ryk þegar sólin skín.

3.3.08

heima heima

já ég er heima í dag með Jóhann veikan, nú sefur hann bara svo að það er auðvitað ekkert annað að gera fyrir mig en að hanga í tölvunni. Hann er með hita og hausverk greyið, það er nú reyndar mjög langt síðan hann var veikur síðast svo maður lætur sig hafa það.
Svo er það saumó í kvöld hjá kennó stelpunum það er orðið svo langt síðan við hittumst að það er sko löngu kominn tími á að hittast. Hlakka til.