15.3.15

Þá er hún loksins komin á Ravelry







Já þetta tókst að lokum, peysan góða er komin inn á Ravelry. Lína er loksins tilbúin. Ég er mjög sátt við útkomuna og er mjög spennt að sjá hana prjónaða í hinum  ýmsu útfærslum. Spennandi. Ef þú vilt fá að kaupa uppskriftina hjá mér þá sendi ég þér hana um leið og greiðsla hefur borist. Sendið mér email á netfangið: gudnymh@gmail.com

2.3.15

Lína




Ekki veit ég hvers vegna í ósköpunum myndin kemur alltaf á hlið hjá mér. Hún snýr rétt þegar ég vel hana en svo snýst hún alltaf á hlið þegar ég set hana inn. En hvað um það nú er loksins komin uppskriftin að peysunni góðu sem ég kýs að kalla Lína. Hún er með kaðla sem minna mig á flétturnar hennar Línu og svo er hún með fullt af láréttum línum í stroffi og hálsmálinu. Nú er uppskriftin tilbúin til útgáfu og getur hver sem áhuga hefur fengið hana hjá mér gegn heilum 900 isk. Ég er að vinna í því að koma henni inn á Ravelry og er það alveg að takast.
Ég er mjög sátt við útkomuna og stolt af þessari peysu sem er búin að vera í hausnum á mér í um það bil 2 ár.


Þessi er líka á hvolfi, nú held ég að ég þurfi að tala við Jóhönnu systir, ég játa mig sigraða í þessu.

13.2.14

Afgangar



Þetta eru litirnir í næstu peysu, þeir koma úr körfunni góðu sem er full af afgöngum. Þetta er mestmegnis Textílgarn en líka Höjland frá Isager og Alpaka 2 frá Isager. Ég er þegar komin með mynd af peysunni í hausinn á mér og eitt verður uppgefið og það er: RENDUR.


Hér er ég svo byrjuð á stroffinu. Það er tvær sléttar og svo þrjár garðaprjón á milli. Fyrsta röndin hefur litið dagsins ljós og svo verður prjónað eftir tilfinningu. Stroffið er á prjóna nr. 3 og svo skipti ég á prjóna nr. 3,5. Nú er ég spennt að halda áfram og sjá útkomuna.

11.2.14

Hekluð lopapeysa



Þá er mín fyrsta heklaða lopapeysa komin af nálinni. Ég er bara nokkuð sátt við hana. Hefði kannski mátt vera aðeins stærri en ég toga hana bara og teygi þegar ég fer að nota hana. Hún er hekluð úr einföldum plötulopa á nál nr. 5,5 og með hálfstuðlum fram og til baka. Kraginn var ljótur og ég lagaði hann, saumaði stykki úr honum svo hann varð meira standandi eins og ég vildi hafa hann. Ég var með mynd af þessari peysu í hausnum á mér og úrkoman varð bara nokkuð lík myndinni í hausnum. Mig langar strax að gera aðra og hafa hana aðeins stærri og jafnvel með tveimur litum. Sjáum til þegar hekluandinn kemur yfir mig aftur. Því miður er myndin af þreyttri kennslukonu og húsmóður eftir langan dag en svona er maður bara og þarf ekkert að fela það.

5.10.13

Hausthjólaferð

Fórum í dag í dásamlegu veðri að hjóla. Haustlitirnir eru svo fallegir núna og skemmtileg að vera úti. Lilja hjólaði 7 km með okkur og var rosalega dugleg þrátt fyrir smá rok.




Svo er nú reyndar margt á prjónunum um þessar mundir og koma myndir fljótlega af því. Ég er núna að keppast við að klára peysu handa Laugu svo ég geti prjónað á mig peysu. Langar í tvær á mig en hugsa að ég byrji á lopapeysunni sem er í hausnum á mér fyrst. Meira um það seinna!

21.8.13

Þriggjadagapeysan


Þessa peysu prjónaði ég á þremur dögum í sumarbústað núna rétt áður en ég byrjaði að vinna. Þetta er úr einföldum plötulopa og svo er blái kanturinn úr léttlopa. Mér finnst hún hafa heppnast mjög vel og er uppskriftin upp úr mér eins og flestar eru sem ég geri núna. Lilja Katrín er mjög ánægð með hana eins og sést á neðri myndinni og vonandi verður hún mikið notuð.


Fín og sæt eins og alltaf!

21.7.13

Dásamlegur sumardagur!


Hér er ég byrjuð á sjali sem er úr silki-ullar garni frá Textílgarni. Ég prjóna það tvöfalt og á prjóna nr. 5. Mynstrið er Lonely tree shawl frá Ravelry en ég breytti því aðeins, betrumbætti það aðeins eins og ég vildi hafa það.


Svo er það annað verkefni, mér finnst svo gott að hafa tvennt á prjónunum í einu. Þetta er líka mynstur frá Ravelry og heitir Elise shawl. Þetta er mjög skemmtilegt að hekla en það virðist vera flókið í fyrstu en er það alls ekki. Garnið er eins og sést á myndinn Höjland frá Isager og liturinn ljósbleikt. Ég á tvær dokkur og ætla bara að klára þær og sjá hvað það verður stórt.


Mikið rosalega urðum við glöð í dag þegar sólin loksins lét sjá sig. Það var allt dregið út og sundlaugin blásin upp, sólarvörnin borin á og prjónarnir voru að sjálfsögðu ekki langt undan. Svo kom ekkert annað til greina en að borða úti á palli og áttum við þennan ljúffenga fisk sem var afgangs í gær þegar Ólöf og Axel komu í mat til okkar. Auðvitað gerðum við aftur forréttinn sem við vorum með í gær og Jóhann var mjög glaður með hann enda í miklu uppáhaldi hjá honum. Frábær dagur í alla staði. Fleiri svona takk!


Nammi namm! Þetta er reyndar ekki rauðvín í glasinu heldur Ribena safi.