31.1.08

Jóhann pönkari

Ég varð að setja þessa fínu mynd af Jóhanni sem ég tók áðan þegar hann var í baði. Grallaralegur eins og venjulega.

sokkar fyrir Jóhönnu

Loksins er röðin komin að Jóhönnu að fá sokka. Það gengur hratt og vel fyrir sig að prjóna þá því að ég er nú komin í nokkra æfingu. Annars er ég búin að skrá mig á námskeið í Nálinni í að prjóna tvo sokka í einu á einn hringprjón....... já ég skil ekki alveg hvernig það er hægt en er samt farin að reyna að ímynda mér það, spennandi að vita hvort ég hef rétt fyrir mér. Já ég hlakka mikið til. Jóhanna og Elín ætla með mér. Ég á garn í aðra sokka handa mér auðvitað ljósbláa hvað annað og ætla að prjóna þá með þessari nýju aðferð. Ég verð því að bíða til 9. febrúar og horfa á garnið þangað til.

20.1.08

Erika Knight peysa

Þetta er peysa sem Þura mágkona byrjaði á þegar hún var ólétt af Emmu Kristínu. Ég tók við henni nú fyrir stuttu og var í gær að klára að prjóna hana svo nú er bara eftir að sauma saman og þvo og teygja til. Eins og sést á myndinni þá er lína í peysunni þar sem ég tók við prjónaskapnum en ég hef trú á því að það lagist þegar ég bleyti hana og toga og teygi.