21.7.13

Dásamlegur sumardagur!


Hér er ég byrjuð á sjali sem er úr silki-ullar garni frá Textílgarni. Ég prjóna það tvöfalt og á prjóna nr. 5. Mynstrið er Lonely tree shawl frá Ravelry en ég breytti því aðeins, betrumbætti það aðeins eins og ég vildi hafa það.


Svo er það annað verkefni, mér finnst svo gott að hafa tvennt á prjónunum í einu. Þetta er líka mynstur frá Ravelry og heitir Elise shawl. Þetta er mjög skemmtilegt að hekla en það virðist vera flókið í fyrstu en er það alls ekki. Garnið er eins og sést á myndinn Höjland frá Isager og liturinn ljósbleikt. Ég á tvær dokkur og ætla bara að klára þær og sjá hvað það verður stórt.


Mikið rosalega urðum við glöð í dag þegar sólin loksins lét sjá sig. Það var allt dregið út og sundlaugin blásin upp, sólarvörnin borin á og prjónarnir voru að sjálfsögðu ekki langt undan. Svo kom ekkert annað til greina en að borða úti á palli og áttum við þennan ljúffenga fisk sem var afgangs í gær þegar Ólöf og Axel komu í mat til okkar. Auðvitað gerðum við aftur forréttinn sem við vorum með í gær og Jóhann var mjög glaður með hann enda í miklu uppáhaldi hjá honum. Frábær dagur í alla staði. Fleiri svona takk!


Nammi namm! Þetta er reyndar ekki rauðvín í glasinu heldur Ribena safi.