31.1.08

sokkar fyrir Jóhönnu

Loksins er röðin komin að Jóhönnu að fá sokka. Það gengur hratt og vel fyrir sig að prjóna þá því að ég er nú komin í nokkra æfingu. Annars er ég búin að skrá mig á námskeið í Nálinni í að prjóna tvo sokka í einu á einn hringprjón....... já ég skil ekki alveg hvernig það er hægt en er samt farin að reyna að ímynda mér það, spennandi að vita hvort ég hef rétt fyrir mér. Já ég hlakka mikið til. Jóhanna og Elín ætla með mér. Ég á garn í aðra sokka handa mér auðvitað ljósbláa hvað annað og ætla að prjóna þá með þessari nýju aðferð. Ég verð því að bíða til 9. febrúar og horfa á garnið þangað til.

2 ummæli:

frugalin sagði...

Ohhh ég hlakka svo til að fá sokkana mína!

Nafnlaus sagði...

íííhhh ég hlakka svo til að fara á námskeið og læra að prjóna svona tvennt í einu ;)