14.3.08

Páskafrí loksins

Já ég er komin í páskafrí, núna. Frábært og sólin skín, ég er að hugsa um að prófa að setjast út á svalir á eftir. Þetta er aldeilis dásamlegt. Þetta er held ég besta fríið, sólin farin að skína og súkkulaðiát framundan, hvað er hægt að biðja um meira? Svo var verið að bjóða okkur í humarveislu á föstudaginn langa ummm ég elska humar. Nú þarf ég að vera dugleg að taka myndir í fríinu og setja inn.

Hugurinn farinn að flögra fram að sumri, vonandi fáum við gott sumar. Ég man eftir morgunverði á svölunum, hádegisverði á svölunum og setið fram á kvöld á svölunum. Ég held að ég hafi bara búið á svölunum í fyrrasumar.

Verst hvað sést mikið ryk þegar sólin skín.

2 ummæli:

frugalin sagði...

Passaðu þig bara á einu sem Matta hefur oft flaskað á. Það er bara vor núna en ekki sumar svo ekki fá lungnabólgu.

Nafnlaus sagði...

já óþolandi þetta ryk.....arrrgghhhh.....mér finnst að það eigi að fylgja með einhver með sólinni sem sér um að þrífa hjá manni - má ekkert vera að þessu hehe

hafðu það annars gott í fríinu - mátt alveg borða einn humsa fyrir mig fyrst þú ert á leið í veislu ;)

Kv.
E