18.6.13

Eini sumardagurinn



Loksins gat ég setið úti á föstudaginn síðasta. Þá kom smá sólarglæta og ég var ekki lengi að prófa nýju garðhúsgögnin og skella mér út með prjónana. Þau eru auðvitað algjört æði og vonandi getum við notað þau oftar í sumar en þetta eina skipti. Ég er að byrja á sjali sem ég prentaði út af Ravelry og heitir Lonely Tree Shawl. Ég er að gera það úr Alpacka 2 sem fæst í Ömmu Mús í Ármúlanum. Ég held að ég þurfi að lengja mynstrið því það er gert fyrir miklu grófara garn en ég er með. En mér líst samt mjög vel á hvernig þetta byrjar, það lofar góðu!




Ég fór um daginn í heimsókn til Önnu í Textílgarni og verslaði smá í poka. Ég fell alltaf í stafi þegar ég kem til hennar, mig langar að eiga allt garnið hennar. Þetta eru dásamlegir litir og undurfagurt garn á góðu verði. Ég stóðst ekki þetta bleika fína ullar og bómullargarn og ætla ég að gera peysu á Lilju Katrínu úr þessu.



Svo erum við að rækta á pallinum hjá okkur í þessum fína kassa sem tengdapabbi smíðaði handa okkur. Við erum með radísur, kál, jarðaber og timian. 

Engin ummæli: