7.6.13

Boostkvöld

Allt í einu langaði mig svo mikið í boost í kvöld. Ég var búin að háma í mig prins póló og djúp og fannst komið nóg. Í þessu er AB mjólk, trópí, Superberries safi, vatn, frosin jarðaber, banani og frosin bláber. Namm, namm þetta var svo gott!



 Enda kláruðust glösin fljótt og allir sáttir.


Svo er það lopapeysan sem ég er búin með, hún heppnaðist mjög vel og ég er farin að nota hana. Mig langaði í einlita peysu og hún varð að vera hvít. Ég notaði láréttar lykkjur í stroffið og hálsmálið og svo kaðla eins og eru gerðir í Samlebånd peysunni frá Geilsk. Hún er hönnuð um leið og hún var prjónuð og passar fullkomlega á mig.



Ég setti svo skeljatölur sem ég átti. Kostnaðurinn við þessa peysu var um 2000 kr, fyrir utan tölurnar, ég fór með 8 dokkur af léttlopa í hana og prjónaði á prjóna nr. 4,5.

2 ummæli:

Prjóna æði sagði...
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.
Prjóna æði sagði...

Peysan er flott eins og allt sem þú gerir. Ég varð að eyða fyrri ummælum því það var svo ljót stafsetningarvilla í þeim.