13.6.10

Helga Isager


Þetta er peysa sem ég sá í bók eftir Helgu Isager sem er danskur prjónahönnuður. Mér fannst hún svo flott að ég varð að prjóna hana á LK. En ég týmdi ekki að kaupa bókina sem kostar bara 8400 kr í Nálinni svo ég las bara uppskriftina og mundi lykkjufjöldann. Svo setti ég bara einhverja liti og notaði líka garn sem ég átti. Mér finnst hún koma mjög vel út, hún er mjög flott á LK en ég er búin að vera allt of lengi með hana svo hún passar akkúrat núna. En það eru endalausir endar sem þarf að fela því í röndunum á milli eru notaðir 4 litir í 2 garða.

Ég er að fara á námskeið í Nálinni nú í júní hjá Helgu Isager og er mjög spennt að sjá hvað hún ætlar að kenna okkur.

Svo er ég nú með fullt annað á prjónunum það er aldrei aðgerðaleysi hér á þessum bæ. Það koma myndir inn seinna af því.

Svo mæli ég með því að allir skoði nýja Lopa 30 sem kemur út í september, þið eigið eftir að þekkja einn hönnuðinn þar!!

2 ummæli:

frugalin sagði...

geggjuð peysa!

Nafnlaus sagði...

Flott peysa og spennandi að þú sért að fara á námskeið. Prjónakortið sem þú settir slóðina á er líka frábært.
Anna Fanney