19.7.07

Vattarsaumur

Ég fór í gær í ferðalaginu okkar á Eiríksstaði á leiðinni frá Búðardal til Borgarfjarðar, þar sem Eiríkur rauði á að hafa búið. Þar var tjald fyrir framan bæinn þar sem kona ein sat og vattarsaumaði og var svona líka almennileg. Hún kenndi mér að vattarsauma og ég keypti af henni nál og er dottin í þetta. Þar voru vettlingar sem maðurinn hennar saumaði alveg ótrúlega flottir. Takmarkið er að gera eina slíka og er ég byrjuð á þeim. Ég ætla að reyna að skella inn mynd af þeim á eftir. Þetta er ótrúlega gaman.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég verð að koma og sjá vattarsauminn, sjáumst

Nafnlaus sagði...

Það er svo gaman að læra eitthvað nýtt! Þetta er glæsileg bloggsíða. En hver er Rodrigo portúgalski vinur þinn????

Guðný sagði...

Rodrigo hver??????