12.4.12

endurvinnsla


GM átti peysu, hneppta jakkapeysu sem var með blettum í og orðin of lítil á hana. Mér fannst efnið í henni of gott til að henda og datt í hug að gera leggings á LK. Því miður gleymdi ég að taka mynd af peysunni áður en ég klippti hana en ég setti buxurnar þar sem ermarnar voru til þess að hægt sé að átta sig aðeins betur á því hvernig ég klippti. Ég lagði gamlar leggings buxur á peysuna og klippti eftir þeim. Saumaði svo saman í overlock vélinni og úr urðu þessar fínu ullarleggings og passa svona líka fínt.




Engin ummæli: