7.11.11

Bloggið vaknað aftur


Já það er nú löngu kominn tími til að vekja bloggið upp af værum svefni. Hér hefur ýmislegt verið framkvæmt, mikið prjónað auðvitað og flutt í nýtt hús. Nú ætla ég að reyna að taka myndir af því sem ég hef verið að gera undanfarið og setja inn. Vonandi tekst það!


Þessar peysur voru prjónaðar í sumar á milli kassa í flutningunum. Ég er bara ánægð með báðar, ég nota mína mikið. Hún er úr einföldum plötulopa og prjónuð á prjóna nr. 4,5. Mynstrið er það sama og ég gerði á peysu á JÁ fyrir nokkru síðan. Peysan hennar GM er úr léttlopa og prjónuð á prjóna nr. 4,5 eða 5 man það ekki.

Þarna er LK í peysunni sinni sem er frá Textílgarn.is. Þetta er æðislegt ullargarn sem er á frábæru verði og prjónast mjög fallega. Þarna nota ég garnið einfalt og prjóna nr. 3,5.

Svo fín og flott stelpa í peysunni sinni.

1 ummæli:

frugalin sagði...

Þær eru nú ekkert venjulega myndarlegar þessar dætur þínar og taka sig vel út í framleiðslunni.
Mikið er ég glöð að sjá bloggið þitt lifna við, meira meira segi ég nú bara.

knús frá stóru systur

ps. flott nýtt útlit