Þessa er ég næstum því búin með, var að klippa hana í dag og á bara eftir að hekla og setja smellur að hennar ósk. Hún er úr einföldum plötulopa og einbandi saman og búkurinn er prjónaður á prjóna nr. 6 en stroffið á prjóna nr. 5. Litirnir koma vel út finnst mér.
7.11.11
Bloggið vaknað aftur
Já það er nú löngu kominn tími til að vekja bloggið upp af værum svefni. Hér hefur ýmislegt verið framkvæmt, mikið prjónað auðvitað og flutt í nýtt hús. Nú ætla ég að reyna að taka myndir af því sem ég hef verið að gera undanfarið og setja inn. Vonandi tekst það!

Þessar peysur voru prjónaðar í sumar á milli kassa í flutningunum. Ég er bara ánægð með báðar, ég nota mína mikið. Hún er úr einföldum plötulopa og prjónuð á prjóna nr. 4,5. Mynstrið er það sama og ég gerði á peysu á JÁ fyrir nokkru síðan. Peysan hennar GM er úr léttlopa og prjónuð á prjóna nr. 4,5 eða 5 man það ekki.

Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)