Ég er bara ánægð með útkomuna.
27.9.09
Vettlingar
6.9.09
Legghlífar
Ég sá þetta einhversstaðar á netinu, ég er alltaf að rekast á svo flottar prjónasíður (blogg). Þetta er algjör snilld, þegar Lilja Katrín er í sokkabuxum og kjól, sem mig langar oftast að hafa hana í, þá set ég á hana legghlífar þegar við förum út svo henni verði ekki kalt á kálfunum. Og hún rífur þær ekki af sér, sem ég óttaðist fyrst. Þær eru svo sætar.
Hér kemur uppskriftin, svona minnir mig að hún sé, þetta er upp úr mér.
Fitjað upp 10 L á prjón á prjóna nr. 3,5 með Kambgarni, fallega rauðu.
Prjónað ca 5-7 cm, þá aukið út um 2 L, prjónað 8 umferðir, þá aukið út um 2 L, prjónað 8 umferðir, þá aukið út um 2 L. Þá eru prjónaðar 8 umferðir aftur og tvær L teknar saman, svo prjónaðar 5 umferðir, þá teknar tvær saman aftur og svo prjónaðar 5 umferðir og allt fellt af. Tilbúið!!
Einfalt og fljótlegt.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)