
28.11.08
24.11.08
Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Já hún er búin að fá nafn elsku litla stelpan okkar. Hún var skírð í Dómkirkjunni í gær, 23. nóvember. Lilja Katrín Gunnarsdóttir. Guðrún María hélt á henni og Jóhann Árni sagði nafnið.
Ég set inn myndir fljótlega.
Ég set inn myndir fljótlega.
19.11.08
Væl
Já hér er grenjað öll kvöld og foreldrarnir orðnir svolítið þreyttir, gamla settið!. Ég er á því að daman sé orðin frekjudós aðeins 6 vikna gömul, en lausn er ekki í sjónmáli eins og er. Því er lítið um prjónaskap þessa dagana eða eitthvað annað skapandi. Ég er reyndar með eina vettlinga á prjónunum og gríp í þá þegar ég get, en ég held að ég hafi sjaldan verið svona lengi með eitt par af vettlingum áður. Ég skal reyna að setja inn mynd við tækifæri.
Ef einhver lumar á góðu ráði um hvernig hægt er að láta 6 vikna gamalt barn sofna á skikkanlegum tíma (ekki 1,2, eða 3 um nóttina eins og hún gerir) og í sínu eigin rúmi án þess að foreldrarnir þurfi að ganga um gólf í 3 tíma á hverju kvöldi, þá eru öll ráð vel þegin.
Annars á að skíra hana á sunnudaginn, og kannski er það bara það sem vantar: nafn. Hún vill fá nafn sem fyrst!!
Ef einhver lumar á góðu ráði um hvernig hægt er að láta 6 vikna gamalt barn sofna á skikkanlegum tíma (ekki 1,2, eða 3 um nóttina eins og hún gerir) og í sínu eigin rúmi án þess að foreldrarnir þurfi að ganga um gólf í 3 tíma á hverju kvöldi, þá eru öll ráð vel þegin.
Annars á að skíra hana á sunnudaginn, og kannski er það bara það sem vantar: nafn. Hún vill fá nafn sem fyrst!!
5.11.08
Guðrún María

Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)