
Ég veit ekki hvort að þetta verður einhvern tíman sú barnahúfa sem ég vonast til. Mér finnst þessi uppskrift eitthvað svo skrýtin, hún er ekki alveg eins og Jóhanna systir hefur prjónað. Málið er bara með mig að ég hef aldrei prjónað svona áður, eins og ég hef nú prjónað mikið. En við bíðum bara og sjáum til hvort hún verður að einhverju handa litlu krúsí frænku minni.