29.8.09

Lilja Katrín í nýju peysunni

Hér er hún komin í nýju peysuna sína sem ég var að klára, setti tölur í hana í dag. Hún er prjónuð ofan frá og niður og fyrst notaði ég ljósrautt garn sem var afgangur af kjólnum sem ég prjónaði á hana. Svo þegar hann kláraðist þá bætti ég við dökkrauðum lit og finnst mér það bara koma vel út. Hún er svo montin að geta staðið svona sjálf, hún getur það í nokkrar sekúndur og svo dettur hún. En hún stendur meira og meira á hverjum degi. Það er ekki langt í að hún fari að labba held ég. Hún var svo fín í dag, í kjól og þessari peysu með prjónuðu dúkkuna sína og prjónahúfu allt eftir mig.

24.8.09

Hekl

Ég prófaði að hekla smekk handa Lilju Katrínu og finnst hann svona rosalega flottur! Nú langar mig að gera fleiri og keypti bómullargarn í A4 í dag, (áður Skólavörðubúðin). Mig langar að gera líka öðruvísi í laginu en samt ekki þessa týpisku hekluðu smekki, mér finnst þeir ekki flottir. Svo eru auðvitað plastsmellurnar notaðar sem www.krútt.is er með í bleiunum.

8.8.09

pjónað í sumar


Þetta er lopapeysa úr léttlopa sem ég gerði á mig í júní. Þetta mynstur er frá Önnu Leif vinkonu minni og hefur vakið athygli. Þetta er ekki svona týpiskt munstur enda finnst mér þau orðin einum of algeng og langar mig ekki í svoleiðis peysu. Mér finnst þessi æðisleg, hún er öðruvísi og létt og góð. Ég splæsti í hreindýrahornatölur sem passa fullkomlega.


Guðrún María er að prjóna sér lopapeysu og gengur það alveg rosalega vel. Hún er svo dugleg og klár stelpan mín, ég er mjög stolt af henni að leggja í þetta verkefni, aðeins 11 ára. Hún er líka úr léttlopa eins og sést á myndinni og á að vera með gráu mynstri, dökkgráar og ljósgráar áttablaðarósir.


Þarna sést eitt af prjónamerkjunum sem við Guðrún María bjuggum til einn daginn í sumar. Þau virka vel og eru mjög flott finnst okkur.



Þetta er byrjun á peysu á Lilju Katrínu. Ég átti þetta rauða og ljósbleika og fór svo í dag og keypti dökkvínrautt til að klára. Ég get bara ekki staðist þetta garn sem heitir "Baby Cashmerino" frá Debbie Bliss. Mér finnst það æði, ég get bara ekki sagt það nógu oft. Ég vildi að ég ætti alla liti heima þó ekki væri nema bara að horfa á það.
Þarna byrjaði ég efst, í hálsmálinu og ætla að prjóna hana niður, það er svo skemmtileg aðferð!


Svo er það dúkkan sem ég prjónaði í vor. Ég sá hana í Storkinum og féll fyrir henni, alveg kylliflöt. Ég notaði afganga og eru það mestmegnis "Baby cashmerino" frá Debbie Bliss. Ég er mjög ánægð með hana og finnst hárið geggjað.
Svo er auðvitað meira á prjónunum. Ég er að gera peysu á mig úr einföldum plötulopa, þar sem ég byrja á hálsmálinu eins og á rauðu peysunni.
Í sumar keypti ég svo þingborgarlopa, hvítan og er enn að hanna í huganum peysuna sem verður auðvitað á mig!!