Já ég kláraði teppið í fyrradag. Það er orðið stórt og fínt, húfan á J er líka búin, bara dúskurinn eftir. Silkihúfan er langt komin, klára hana líklega á næstu dögum. Ég set inn myndir þegar allt er tilbúið. Núna langar mig að fara að sauma, er með teppi sem ég þarf að klára og svo langar mig að sauma flísgalla úr bók sem ég keypti í Danmörku og heitir Blödt Börnetöj og er mjög girnileg. En fyrst þarf maður víst að klára það sem maður hefur, ekki satt?
Svo er búið að boða til prjónakaffis í Nálinni næsta laugardag (menningarnótt) og hlakka ég mikið til.
1 ummæli:
úúúhhh hljómar mjög spennandi með verkefnin þín
ætla að reyna að mæta á prjónafundinn en er í brúðkaupi kvöldið áður ;)
e
Skrifa ummæli