6.9.09

Legghlífar






Ég sá þetta einhversstaðar á netinu, ég er alltaf að rekast á svo flottar prjónasíður (blogg). Þetta er algjör snilld, þegar Lilja Katrín er í sokkabuxum og kjól, sem mig langar oftast að hafa hana í, þá set ég á hana legghlífar þegar við förum út svo henni verði ekki kalt á kálfunum. Og hún rífur þær ekki af sér, sem ég óttaðist fyrst. Þær eru svo sætar.
Hér kemur uppskriftin, svona minnir mig að hún sé, þetta er upp úr mér.
Fitjað upp 10 L á prjón á prjóna nr. 3,5 með Kambgarni, fallega rauðu.
Prjónað ca 5-7 cm, þá aukið út um 2 L, prjónað 8 umferðir, þá aukið út um 2 L, prjónað 8 umferðir, þá aukið út um 2 L. Þá eru prjónaðar 8 umferðir aftur og tvær L teknar saman, svo prjónaðar 5 umferðir, þá teknar tvær saman aftur og svo prjónaðar 5 umferðir og allt fellt af. Tilbúið!!
Einfalt og fljótlegt.

4 ummæli:

Pom A sagði...

Thank you for your kind words at my blog. I try to find time to crochet in between making dinner, feeding babies helping with homeworks, I got three children so somtimes it hard to find the time. The Reason why I´m so hooked up with Knitting and crocheting is my friend Halldora, she is from Iceland to, and she has teach me everything I know. She has made a wonderful book that got me so inspired. I don´t understand a word but When I look att the pictures I got so much inspiration.

Great that you wrote to me I will return to inspires of all the great works you done at your blog.

//Pom

Halldóra sagði...

Mjög flottar legghlífar :-)!

Ég prjónaði einmitt svona á mína litlu mús (1 árs).
Og nota þær svo stundum sjálf fyrir handstúkur... :-)

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ
Flottar Legghlífar hjá þér og flott stelpa. Þetta er snilld:)
Kv
Þuríður Svava

Guðný sagði...

Takk takk, ég nota þær oft þegar við förum út, hún er algjör pæja með þær.