27.12.08

Kauni

Hyrnan dásamlega er að fæðast úr Kauni garninu sem ég keypti hjá Helgu í Nálinni. Prjónarnir eru ekki síður fallegir, en þá fékk ég í himneskri garnbúð í Stokkhólmi í september 2007. Ólöf vinkona leiddi mig í þessa búð, þó hún prjóni lítið sjálf þá veit hún hvar bestu búðirnar eru. Ég hefði getað eytt helginni í þessari búð en vildi ekki láta hana bíða endalaust eftir mér. Það er hrein unun að prjóna með þessum prjónum. Ég held að það verði allt fallegt sem kemur af þeim.

Garnið er svo spennandi að ég get varla lagt þetta frá mér. Ég ætla að kaupa aðra dokku í rauðu þegar hún kemur í Nálina eftir áramótin.

1 ummæli:

loaxel sagði...

Ég skal bíða eftir þér eins lengi og þý vilt næst. Svo er búðin líka með heimasíðu: http://www.nysta.se/

Ástarþakkir fyrir gærdaginn! Alveg endurnærandi að hittast. Skrifa meir á hinu blogginu...

Hvaði enski græni húlkur er það eiginlega sem les bloggið þitt!!! Spúkí!