19.11.08

Væl

Já hér er grenjað öll kvöld og foreldrarnir orðnir svolítið þreyttir, gamla settið!. Ég er á því að daman sé orðin frekjudós aðeins 6 vikna gömul, en lausn er ekki í sjónmáli eins og er. Því er lítið um prjónaskap þessa dagana eða eitthvað annað skapandi. Ég er reyndar með eina vettlinga á prjónunum og gríp í þá þegar ég get, en ég held að ég hafi sjaldan verið svona lengi með eitt par af vettlingum áður. Ég skal reyna að setja inn mynd við tækifæri.

Ef einhver lumar á góðu ráði um hvernig hægt er að láta 6 vikna gamalt barn sofna á skikkanlegum tíma (ekki 1,2, eða 3 um nóttina eins og hún gerir) og í sínu eigin rúmi án þess að foreldrarnir þurfi að ganga um gólf í 3 tíma á hverju kvöldi, þá eru öll ráð vel þegin.

Annars á að skíra hana á sunnudaginn, og kannski er það bara það sem vantar: nafn. Hún vill fá nafn sem fyrst!!

3 ummæli:

ecoloco sagði...

Það er ekki til neitt ráð...sorry...þetta gengur yfir við þriggja mánaða aldurinn. Sum börn þurfa bara svo mikið að grenja á kvöldin...

Nafnlaus sagði...

Æiiii - hún er bara búin að vera svoooo lengi í maganum og núna er hún bara að njóta þess að láta dekra við sig....Iss þó hún sofi uppí - hún er svo lítil að það er örugglega hægt að venja hana af því fyrir 10 ára aldurinn hihi ;)
Hvað segja systkinin við þessu væli - eru þau enn jafn spennt yfir litlu dúkkunni hehe...
Er aaaalveg á leiðinni að kíkja á dömuna áður en hún fermist - knúsar frá mér

e

Halldóra sagði...

Æj æj...
Með mína snúllu virkaði að leyfa henni að "hanga á" brjóstunum á kvöldin... Nú er hún 4ja mánaða og mun rólegri. Og ekkert brjóstahangs...:-)

Halldóra prjónakona, og Lóu-vinkona.