17.9.08

í fríi heima

Já nú er ég komin í frí og bíð eftir að daman komi. Ég hef það bara mjög notalegt, er núna að hlusta á tónlist og prjóna litla barnasokka úr silkigarni. Ég sef á morgnanna eftir að krakkarnir eru farnir í skólann. Ég er líka að lesa bók sem er mjög spennandi og heitir Steinsmiðurinn eftir Camillu Läckberg. Krakkarnir koma svo um tvö leytið heim þannig að dagurinn er ekki lengi að líða hjá mér.

Annars bíð ég spennt eftir að heyra niðurstöðurnar úr kosningunni hjá ljósmæðrum á föstudaginn. Ég vona svo innilega að þær fari nú ekki að samþykkja eitthvað mikið minna en þær börðust fyrir bara til að koma í veg fyrir neyðarástand. Þetta segi ég sem er sett daginn eftir að alsherjarverkfallið átti að skella á. Þær mega bara ekki gefast upp í baráttunni fyrir jöfnum launum kynjanna. Ég lít svo á að þær séu að berjast fyrir mig líka sem tilheyri kvennastétt. Og hana nú, áfram ljósmæður.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir kveðjuna Guðný mín. Aðgerðin heppnaðist í morgun þannig að nú er örlítið léttara yfir í dag þó erfitt sé.
Vona að allt gangi vel hjá þér mín kæra og gott að heyra að þú ert komin í frí frá skólavinnunni.

kv.
e