7.2.08

Jóhann brandarakarl

Jóhann sagði brandara í morgun þegar hann var á leiðinni í skólann:

Einu sinni var tómatur að ganga á götu og hann söng " nú liggur vel á mér, nú liggur vel á mér......" svo kom bíll og keyrði á hann og vélin í bílnum kastaðist út. Þá söng tómaturinn "nú liggur vél á mér, nú liggur vél á mér......"


mér fannst þetta alveg ótrúlega fyndið og hann fór með bros á vör í skólann og við mæðgurnar hlógum heima. GM ældi í nótt u.þ.b. 5 sinnum frá 3 leytinu og til morguns. Við ákváðum að vera heima. Svo er hún búin að vera hress í dag og fer vonandi í skólann á morgun. Hún situr nú ekki aðgerðarlaus þó að hún sé heima að jafna sig. Byrjaði á húfu á ömmu sína í morgun og kláraði hana núna eftir kvöldmat. Reyndar virðist hún vera of lítil, svo að við ætlum líklega að kaupa í aðra og hún fer nú létt með það að töfra fram aðra húfu. Amma verður glöð.

3 ummæli:

frugalin sagði...

hehehe

Ótrúlega frábær brandari, miðað við tómatabrandara.

Rosalega er GM dugleg að klára heila húfu á einum degi.

Nafnlaus sagði...

þeir fjúka stundum tómatabrandararnir heima hjá mér -

hérna er einn kjötbollubrandari:
Lítil kjötbolla sat út í vegarkanti og var að gráta. Þá gekk gömul kona framhjá og spurði: "Af hverju ertu að gráta litla kjötbolla?". Þá svaraði litla kjötbollan: "Snöft snöft ég kann ekki að hjóla!".

Ólöf tæfa sagði...

Hahaha! Ég fattaði tómata (catch up!) brandarann í fyrra. Já, ég er dálítið sein að fatta. En mér fannst hann samt alveg jafn fyndinn þá.