12.2.09

Nýjustu verkefnin


Þetta eru buxur sem ég saumaði á LK, þær eru úr velúr, alveg yndislega mjúkar og fínar. Þær eru svolítið stórar en hún getur samt alveg notað þær. Ég tók sniðið upp úr bók sem heitir "Blödt börnetoj" frá Klematis. Hún er mjög flott.


Svo eru það sokkarnir sem ég er að prjóna á GM, ætlaði að vera löngu búin með þá. Þetta er Hjerte garn sem heitir sock og ég keypti í Álafossbúðinni. Þetta er sama garn og ég notaði í vettlingana sem ég prjónaði fyrir jólin. Ég fitjaði upp á með bleiku Mohair Kitten sem ég átti, bara svo að hún þekki þá fljótlega í skólanum. Þá eru þeir ekki bara alveg gráir. Ég gerði líka svona sokka á JÁ en þeir eru orðnir svo skítugir og notaðir að ég vildi ekki taka mynd af þeim.