30.6.08

Prjónaverkefni í gangi

Þetta er verkefni nr.1 sem ég er með í gangi núna. Ég er búin að prjóna alla peysuna og sauma saman en á eftir að setja þennan fína borða á hálsmálið og meðfram hnappagötunum og svo á ég eftir að festa tölurnar flottu sem ég keypti í Nálinni.

Þetta er verkefni nr. 2 sem er á prjónunum núna og verður líklegast eitthvað áfram. Þetta er barnateppi sem er frekar seinlegt að prjóna og fíngert. En það er allt í lagi því að það er alltaf gott að hafa eitthvað á prjónunum.


Þetta er svo verkefni nr. 3 og er húfa á Jóhann. Ég byrjaði á henni í dag og hún verður nú ekki lengi á prjónunum hjá mér. Hún er mjög fljótleg og gaman að prjóna hana.


Svo að lokum er það silkihúfan sem ég er að prjóna fyrir mig og Helgu í Nálinni. Ég byrjaði á henni í gærkvöldi og líst bara vel á hana. Þetta er reyndar frekar seinlegt verkefni því ég nota prjóna nr. 2 en skemmtilegt engu að síður.

Eins og sést þá hef ég nóg að gera í sumarfríinu mínu og er mjög fegin og glöð að vera komin í frí.


17.6.08

Prjónað úti í Hallargarðinum



Tók þessar myndir í Hallargarðinum á laugardaginn 14. júní í sól og blíðu. Það var frábært að sjá hve margir sátu úti og prjónuðu saman. Góð stemning og frábær dagur.

7.6.08

Njóli,lúpína og fl.











Rósir

Tók þessa mynd í rósarræktun í Mosfellsdal í gær þegar ég fór í vorferð með vinnunni. Það var mjög gaman, frábært veður og skemmtilegur ratleikur við Reynisvatn.