28.12.07

Betri mynd

Hérna er hann samt eins og hann er venjulega. Bara nokkuð góð mynd finnst mér.

Montinn með jólagjöfina

já hann var mjög glaður að fá heimsmetabók Guinness í jólagjöf drengurinn og er að venju að gretta sig í myndavélina hjá pabba sínum. Samt fyndin mynd.

Góð mynd

Já þessi var tekin þegar GM hélt upp á afmælið sitt ásamt Hildi í Gerplu salnum í Kópavogi. Það var brjálað stuð, líka fyrir okkur foreldrana, við fórum á trampolínið og skemmtum okkur mjög vel.

Hekl hekl

heklið hennar GM stækkar og stækkar. Þetta eiga að verða grifflur.

GM að hekla

Já hún er ekkert smá dugleg stelpan mín að hekla. Ég sýndi henni í fyrradag hvernig á að hekla í hring og hún náði því bara strax. Allt rétt hjá henni og jafnt og vel gert. Flott hjá þér stelpa!!

verkefni jóladagsins

já á jóladag var þessi húfa hekluð, áður en ég varð veik, fékk hálsbólgu, hita, hausverk og beinverki. En blómið var prjónað í gær og sett á húfuna. Er hún ekki fín stelpan mín??

21.12.07

jólafrí

jæja þá er greinilega jólafríið byrjað hjá börnunum mínum. Jóhann syngur stanstlaust "þá nýfæddur jesu í ...." og Guðrún María er þokkalega pirruð á honum og kallar stanslaust HÆTTU eða "mamma viltu segja honum að hætta, ég þoli þetta ekki". Nú eru þau að rífast yfir því hver á Mika diskinn. Skemmtilegt jólafrí og byrjar vel.

3.12.07

sumarið 2008

Já þá erum við búin að kaupa miðana til Danmerkur næsta sumar. Förum út 11. júlí og komum heim 1. ágúst. Við getum strax farið að telja niður dagana, krakkarnir verða nú glaðir á morgun þegar við segjum þeim að við séum búin að kaupa miðana. Það er alltaf svo dejligt í Danmark og auðvitað í Svíþjóð líka. Sumir dagar eru þegar planaðir en ekki allir ennþá.....