18.11.07

Anna Leif


Flottur trefill, flott blóm og flott kona!

Frostið á Flúðum

Já svo var auðvitað verið að prófa myndavélina úti í frostinu. Þessi var tekin úti í móa, þar sem ótrúlega fallegar frostrósir mynduðust í moldinni.

Hildur Tinna


Já þetta er hún Hildur Tinna í peysunni fínu sem ég prjónaði á hana í sumar og gaf henni. Hún er alltaf brosandi þetta barn, ekki bara þegar hún er í svona fínni peysu, heldur ALLTAF. Hún er algjört æði og erum við Tæfurnar mikið búnar að biðja Ólöfu um að klóna hana en hún tekur nú ekkert allt of vel í það.

Það tókst!!

Hér sjást sokkarnir góðu, það tókst hjá mér að prjóna fjögur pör á 6 dögum. Reyndar á ég eftir hálfan hæl á öðrum rauða sokknum en það er bara vegna þess að garnið kláraðist. Það var greinilega minna í rauðu dokkunum en hinum. En Tæfurnar voru alveg rosalega ánægðar með sokkana og pössuðu þeir allir nema á Önnu Leif, ég þarf aðeins að stækka þá. Reyndar lituðu bláu sokkarnir puttana á mér bláa og finnst mér það lélegt að svona dýrt og vandað garn skuli lita. En sem sagt þetta tókst og er það ákveðinn sigur fyrir mig að sanna það fyrir sjálfri mér að ég hafi getað þetta. Gott hjá þér Guðný!!

4.11.07

Myndir af krökkunum


Var að æfa mig að mynda þau úti í snjónum um daginn, stillti vélina samkvæmt leiðbeiningum frá ljósmyndanámskeiðinu. Þessar eru fínar en ég þarf samt að æfa mig betur.

Brimar Jónatan

Þetta er hann Brimar Jónatan sem hún Bergrós vinkona mín á. Hér er hann í peysunni sem ég prjónaði handa honum, er hann ekki fínn??