25.8.07

Nokkrar myndir





Hér koma nokkrar myndir af því sem ég hef gert í gegnum tíðina. Sumt gamalt og annað er nýrra. Sitt lítið af hvoru, bútasaumur, hekl og fl.

19.8.07

Prjónalægð

Tilraunin heppnaðist ekki sem skyldi, körfurnar urðu ekki eins harðar og ég hélt að þær yrðu, þessi hvíta varð samt betri, ég set mynd af henni inn við tækifæri.

Hægt og sígandi prjónast röndótta peysan áfram. Er þó búin að rekja allmikið upp og byrja upp á nýtt eins og ég geri mjög oft. Held þó enn í vonina að hún verði peysa.

Svo er það teppið góða sem ég er ekki enn búin að setja inn mynd af. Það er líka á góðri leið.

Annars voru útsaumspokarnir mínir eftir teikningum frá börnunum til sýnis í Nálinni á Menningarnótt, ég er mjög stolt af þeim.

8.8.07

Tilraun



Já það er alltaf gaman að gera tilraunir. Ég fékk þetta í hausinn og þurfti bara að prófa. Þetta er sem sagt prjónuð lufsa sem ég set yfir skál annars vegar og krukku hins vegar og maka það svo með veggfóðurslími. Nú er bara að bíða og sjá hvort að þetta verður eins og myndin sem ég er með í kollinum.